Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 40

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 40
Gangan á leið frá Sjómannaskólanum niður að Kjarvalsstöðum. Mynd frá Sjálfsbjörgu ar og rekstrargrundvöllur þeirra tryggður. 4. Skipuleg læknisskoðun og endurhæfing verði fram- kvæmd í því skyni að koma í veg fyrir að fólk sem vinnur ein- hæfða og erfiða vinnu verði ör- yrkjar af völdum atvinnusjúk- dóma. Húsnæðis-, samgöngu- og heil- brigðismál. 1. Jafnhliða framkvæmd byggingarlaga frá 3ja maí 1978, sem taka gildi um næstu áramót og kveða á um jafnrétti fatlaðra, verði gerð áætlun um breytingar á eldri húsum, fyrst og fremst samkomuhúsum, í því skyni að fatlað fólk, m.a. bundið við hjólastóla, eigi hvarvetna sem greiðastan aðgang. Salernum verði breytt í sama skyni. 2. Gengið verði þannig frá strætisvögnum borgarinnar og biðstöðvum að fatlað fólk geti notað almenningsfarartæki til jafns við aðra. 3. Gangstéttarbrúnir verði allstaðar sneiddar við gangbraut- ir þannig að greiðfært sé yfir göt- ur í hjólastól og með bamavagna. Gerð verði áætlun um að þeim framkvæmdum verði hvarvetna lokið í eldri borgarhverfum fyrir lok þessa kjörtímabils. Hljóðvit- ar verði settir við allar gang- brautir. 4. Sundstöðum borgarinnar verði breytt þannig að fatlað fólk geti notað þá og á öllum biðstof- um, verslunum og öðmm sam- komustöðum verði tiltækir hjóla- stólar, armstólar og annar búnað- ur, sem auðveldi fötluðum bið og athafnir. Við allar endurhæfing- arstofnanir og sambýlishús fatl- aðs fólks verði komið upp sér- hönnuðum sundlaugum. 5. Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða verði við opinberar bygg- ingar og samkomustaði. 6. Merkingar á opinberam byggingum verði greinilegar fyr- ir sjónskert fólk. 7. Utivistarsvæði borgar- innar verði aðgengileg fötluðu fólki. Þegar hér var komið var tveim nefndarmönnum falið að ganga á fund nýkjörins borgarstjóra, Eg- ils Skúla Ingibergssonar, með þessar málefnatillögur. Var sá fundur haldinn fimmtudaginn 17. ágúst. Borgarstjóri tók nefndar- mönnum og erindi þeirra vel og í samráði við hann var ákveðið að borgarstjóm tæki á móti Sjálfs- bjargarfélögum að Kjarvalstöð- um þriðjudaginn 19. september. Fljótlega kom upp sú hugmynd að vekja sérstaka athygli á mál- efnum fatlaðra með því að efna til ijöldagöngu frá Sjómanna- skólanum að fundarstað á Kjar- valsstöðum. Þessari hugmynd óx brátt fylgi og var vel tekið af borgaryfir- völdum. Hófst nú undirbúningur af kappi. Haft var samráð við önnur öryrkjafélög og starfshópa á endurhæfingarstöðvum og fundir haldnir þar sem rætt var um framkvæmd og skipulag göngunnar og samin kjörorð. Akveðið var að aðalkjörorð göngunnar skyldi vera JAFN- RETTI og hefur gangan síðan gengið undir nafninu Jafnréttis- gangan.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.