Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 48

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 48
einstaklingar og talsmenn þeirra, heilbrigðis- og endurhæfmgar- stofnanir, mennta- og félags- málayfirvöld, verkalýðsfélög og fyrirtækin sjálf, þurfa að vinna saman. Tillaga 1 - Áætlanir og bjargir Aðilar sem vinna að atvinnu- málum fatlaðra einstaklinga búa við ófullnægjandi íjármagn. Við leggjum til að meira fé verði veitt til starfsemi sem skilar árangri við að styðja og veita fötluðum einstaklingum atvinnu á almenn- um vinnumarkaði. Það er mikil- vægt að ijárfesta í þjónustu sem skilar árangri svo hægt sé að þróa hana og bæta enn frekar. Tillaga 2 - Styrkir til vinnu- staða fyrir fatlaða einstaklinga Vandasamt getur reynst fyrir fólk með fötlun að mæta kröfum almenna vinnumarkaðarins. Margir einstaklingar með mikla fötlun eiga erfitt með að taka að sér ýmis störf, hvort sem er í skemmri eða lengri tíma. Þeir ættu samt sem áður að fá tæki- færi til að leggja sitt af mörkum og þar með myndi þeim fækka sem ekki eru virkir í atvinnulíf- inu. Við leggjum til að framlög til sérstakra vinnustaða fyrir fatl- aða einstaklinga verði aukin og þar verði fötluðum einstakling- um gert kleift að viða að sér þekkingu og leikni sem kynni að nýtast þeim á hinum almenna vinnumarkaði. Tillaga 3 - Lykilhlutverk at- vinnurekenda Flestir fatlaðir einstaklingar vilja, líkt og allir aðrir, komast út á almenna vinnumarkaðinn, ann- að hvort á eigin vegum eða fyrir atbeina og með stuðningi þjón- ustuaðila. Því er mikilvægt að þessir aðilar geri sér grein fyrir hagsmunum, þörfum og kröfum vinnuveitenda. Vinnuveitendur ættu að auðvelda þetta ferli og sýna þannig jákvæða afstöðu sína í verki. Við leggjum til að at- vinnurekendur í ESB-ríkjunum komi að starfi innan félagsskapar á borð við "Samtök vinnuveit- enda um málefni fatlaðra" (The Employers Forum on Disability). Slík samtök ætti einnig að stofna innan allra ríkja Evrópu. Tillaga 4 - Samheldni og sam- hljómur evrópskra þjónustu- aðila Nauðsynlegt er að fyrirtæki og hvers kyns þjónustuaðilar fyrir fatlaða einstaklinga tali einum rómi til að fanga athygli Evrópu- þingsins og Framkvæmdastjóm- ar ESB. Það myndi einnig styrkja tengsl við önnur samtök á vett- vangi Evrópusamvinnunnar, t.d. UNICE, ETUC og EDF. Við leggjum til að Evrópudeild Al- þjóðasamtaka um vinnu og verk- þjálfun og önnur sambærileg samtök komi á fót öflugum vett- vangi til að tala einum rómi fyrir aukinni atvinnuþátttöku fatlaðra einstaklinga. Tillaga 5 - Mat á árangri og stefnu Eurostat hefur tilkynnt að stofnunin muni brátt birta árlegar staðtölur um atvinnuþátttöku og þar verði meðal annars hægt að sjá atvinnuþátttöku fatlaðra ein- staklinga á vinnualdri. I fyrsta lagi leggjum við til að hugtakið „atvinnulaus" nái yfir alla fatlaða einstaklinga á vinnualdri sem ekki em virkir í atvinnulífinu. I öðru lagi á að nota þessar upp- lýsingar til að kanna og meta ár- angur af því starfi sem ætlað er að jafna misvægið í atvinnuþátt- töku fatlaðra og ófatlaðra ein- staklinga. Upplýsingamar auð- velda einnig hverju ríki að setja fram aðgerðaáætlanir og knýja fyrr fram jafnrétti. Tillaga 6 - Umsóknarríkin Grípa ætti til virkra aðgerða til að gera umsóknarríkjunum að Evrópusambandinu kleift að bæta aðgengi fatlaðra einstakl- inga að vinnumarkaðnum. Reynsla Evrópudeildar Alþjóða- samtaka um vinnu og verkþjálf- un gæti reynst dýrmæt til að bæta þjónustu á þessu sviði innan allra ríkja Evrópu. Við leggjum til að settir verði upp vinnuhópar innan okkar vébanda til að þróa að- gerðaáætlun til að tryggja á raun- hæfan hátt að reynsla okkar sé þeim aðgengileg. Hlerað í hornum Sá litli við mömmu sína: „Bróðir minn er að grenja af því að hann fær ekki bita af minni köku“. „Er hans kaka búin?“ „Já, og hann grenjaði líka meðan ég borð- aði hana“. 48 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.