Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 53

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Síða 53
skyrtur sem þeir höfðu keypt sér fyrr um dag- inn hjá Harry. A þess- um veitingastað var maturinn mjög góður og þjónustan sömuleið- is. Strákamir pöntuðu sér að vísu flestir ham- Bjarki svamlar í sundlaug- inni. Garðar, Bjarki, Guffi og Skúli í Fuglagarðinum. Eins og sjá má voru fuglarnir gæfir. A þriðja degi var far- ið í Palmitos fuglagarð- inn. Garðurinn er mjög fallegur, staðsettur í fjal- lagili. Fuglagarðurinn var heilmikil upplifun. Þar vom ótal tegundir af páfagaukum auk pelík- ana, flamingóa, storka og páfugla og ýmsar tegundir fugla með furðuleg nef. Þama vom líka nokkrar aðrar dýrateg- undir, svo sem krókódílar, skjaldbökur, slöngur, fiskar og apar. Efst í garðinum var útiveit- ingastaður þar sem auðvitað var sest niður í lokin með ís og notið útsýnisins. Einn daginn var farið í vatns- leikjagarðinn Aqua Sur. Þegar þangað var komið var drifíð í því að prófa hinar ýmsu rennibrautir. Menn vom mismiklir vatnskettir og áhættufíklar. Sumum fannst nóg komið eftir eina ferð í renni- braut og að tímanum væri betur eytt í sólbaði meðan aðrir reyndu öll tækin í garðinum og fengu aldrei nóg. Þessi ferð endaði eins og aðrar, með ískaldri hressingu á bamum. Þvílíkt sældarlíf! A hverju kvöldi var farið út að borða. Síðasta kvöldið fómm við á afar góðan mexíkóskan veit- ingastað. Eins og venjulega klæddu allir sig í sitt fínasta púss, strákamir í splunkunýjar silki- borgara eins og venjulega, en þeir vom óvenju ljúffengir að þessu sinni. Til að gera þetta kvöld enn hátíðlegra vom pant- Þar var götuleikari klæddur í skinnföt að hætti Villta vestursins, bronslitaður frá toppi til táar. Hann bauð upp á myndastyttuleik en hreyfði sig og "talaði með augunum", eins- og einn okkar orðaði það, þegar peningur var settur í baukinn hans. aðir litríkir kokkteilar á línuna og allir skáluðu fyrir vel heppn- aðri dvöl á K.anaríeyjum. A heimleiðinni var komið við á Klörubar til að heilsa upp á har- monikuleikarann Örvar Krist- jánsson. Honum brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn og hópurinn tók nokkur dansspor eins og svo oft áður. Töframað- urinn Charlie kom á staðinn og sýndi ýmsar kúnstir. Hann töfraði alla upp úr skónum og einn kennarann úr brjóstahaldar- anum, við mikla kátínu við- staddra. Dansinn dunaði fram eftir kvöldi og það var þreytt fólk sem hélt heim á leið. Við tók nætursvefn og síðan heimferð daginn eftir. Tíminn hafði liðið hratt og nú var frábærri viku lokið. Lent var í Keflavík snemma morguns og foreldrar Garðars komu og sóttu okkur í rútu. Kuldinn beið okkar á Islandi en allir voru kátir eftir velheppnaða ferð. Eftir að heim var komið fékk hver og einn sitt myndaalbúm og myndband og hefur hópurinn allur haft ein- staklega gaman af því að rifja upp ýmis skondin atvik úr ferð- inni. Það er nefnilega þannig með góð ferðalög, minningamar vara lengi! Guðríður Guðfinnsdóttir Guðmundur B. Halldórsson Kristinn Guðmundsson Höfundar em kennarar í Safa- mýrarskóla Garðar umvafinn fuglum í Fugla- garðinum tímarit öryrkjabandalagsins 53

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.