Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 54

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 54
iStámsí og fcpnnté- (erö tíl Pretlantio Starfsbraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti var stofn- uð árið 1998. Brautin er ætluð einstaklingum sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla eða stundað nám við sérskóla og er kjörorð brautar- innar "Færni til framtíðar". Mikið þróunarstarf hefur farið fram innan brautarinnar og frá upphafi hafa kennarar og þroskaþjálfar sótt hinar ýmsu sýningar og ráðstefnur og kynnt sér kennslufyrirkomulag í skól- um hér heima og erlendis. Haustið 2002 fór fjögra manna hópur til Bretlands til að kynna sér starfsemi þriggja sérskóla. Markmiðið með ferðinni var einkum að kynna sér uppbygg- ingu starfsnáms og kennslu í íþróttum. I þessari grein verður ferðasagan sögð, svo og greint frá því áhugaverðasta sem fyrir augu og eyru bar varðandi starfsnám nemenda. Snemma á sunnudagsmorgni var flogið til London. Ætlunin var að fara samdægurs með lest til Midd- lesbrough en allar samgöngur lágu niðri vegna óveðurs sem geisað hafði daginn áður. Þá var ekki um annað að ræða en að gista í Lond- on og vorum við svo heppnar að fá inni í íbúð í Islington. En þar var bæði rakt og kalt og við illa að okkur í rafmagnshitun breskra hí- býla. Með tjólubláar hendur og sultardropa á nefí var því arkað af stað út á nærliggjandi veitingahús. Þegar hiti var kominn í kroppinn og maginn mettur ætluðum við að drífa okkur í háttinn en uppgötv- uðum þá okkur til mikillar skelf- ingar að húslyklamir höfðu orðið eftir í íbúðinni og við því lokaðar úti. Það sem öllu verra var að eig- andi íbúðarinnar var staddur á Is- landi. Elskulegur nágranni kom okkur til bjargar og náði í nánasta ættingja íbúðareigandans sem til allrar lukku var með lykil og gat opnað fyrir okkur. Við vöknuðum árla næsta morgun með vitin full af saggalofti. Veðrið var gengið niður og áfram var haldið til Middlesbrough. I Middlesbrough var gist í tjórar nætur á stúdentagörðum háskóla- sjúkrahússins. Næstu daga beið okkar þéttskipuð dagskrá því að við þurftum að vinna upp daginn sem fór forgörðum vegna veðurs. Daginn eftir komuna til Middles- brough var farið í heimsókn í grunnskólann Priory Woods School. Skólinn var stofnaður árið 1997 og getur tekið við 143 nem- endum á aldrinum 4-19 ára. Skól- anum er skipt í þrjú aldursstig: lo- wer school (4-11), upper school (11-16) og post school (16-19). Skólatíminn er frá kl. 09:10 -15:10 og af öryggisástæðum em nem- endur ekki hvattir til þess að nýta sér almenningssamgöngur heldur fara þeir til og frá skóla rneð skólabílum. Um morguninn fylgdumst við með kennslu í myndmennt og íþróttum. í hádeginu borðuðum við með nemendum í mötuneyti skólans, og vakti það athygli okk- ar að hópur nemenda sá um þjón- ustu. Var okkur sagt að í þessum hópi væru mjög ólíkir nemendur hvað varðar líkamlega og andlega getu og væri það m.a. hlutverk hinna getumeiri að aðstoða skóla- systkini sín við störfin. Eftir há- degið var staldrað við í fleiri kennslustundum má nefna hönn- unar-, tölvu- og íþróttatíma auk lestrarkennslu. Tókum við sérstak- lega eftir því hversu tölvukostur er góður og hversu vel er staðið að tölvukennslu í skólanum. Þegar skólatíma var lokið fylgdumst við með félagsstarfi nemenda á aldrin- um 16-19 ára. Næsta dag fórum við í Bracken- hoe School en þar eru nemendur á aldrinum 16-19 ára. í þessum skóla geta nemendur valið um að vera í fullu námi eða sótt styttri námskeið. Eftir hádegi fórum við til Stockton í Allensway Center sem er dagvistun og jafnframt starfsþjálfun fyrir þroskahefta. Tveir starfsmanna Allensway sem hafa mikla reynslu af því að taka á móti gestum tóku á móti okkur, gengu með okkur um staðinn og sögðu frá starfseminni. Á staðnum er unnið með ýmiskonar handverk s.s. kerta-, sápu-, gler og pappírs- gerð auk smíða. Árlega er hand- verks-markaður í Stockton og er handverkið fyrst og fremst selt þar. Starfsmennimir sjá um veit- ingar fyrir minni ráðstefnur og fundi sem eru haldnir í einu af samkomuhúsum Stockton. Það sem okkur þótti mest til koma var kaffihúsið sem rekið er á staðnum

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.