Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 9
þorsteinn g. indriðason
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar
um orðhlutafræði
1. Inngangur1
Í íslensku er algengt að finna fallbeygða fyrri liði í samsettum orðum og
reyndar sumum afleiddum einnig eins og dæmin í (1a) og (1b) sýna:2
(1) a. Hesta(kk., ft., ef.)-mennirnir (kk., ft., nf.) syntu í Gullhyl.
b. Maðurinn(kk., et., nf.) var fremur ræfils(kk., et., ef.)-legur(kk., et.,
nf.) eftir partíið.
Fyrri liðirnir í (1) passa ekki alltof vel við ýmsar kenningar sem settar hafa
verið fram um samband setningafræði og orðhlutafræði.3 Sumar þeirra
kveða á um það að orðmyndunin (e. word formation), þ.e. sam setn ing
(e. compounding) og afleiðsla (e. derivation), virki á undan setn inga mynd -
uninni (e. pre-syntactic) en beygingin (e. inflection) virki á eftir henni (e.
post-syntactic). Þessi sýn á málfræðina spáir því að beygingin, hvers kyns
Íslenskt mál 36 (2014), 9–30. © 2014 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Þessi grein er að stofni til fyrirlestur sem ég hélt á vegum Íslenska mál fræði félagsins
og Málvísindastofnunar 12. október 2011. Ég vil þakka áheyr end um þar gagnlegar athuga-
semdir. Einnig vil ég þakka ritstjóra og tveimur ónafn greind um ritrýnum tímaritsins
athugasemdir við fyrri gerð þessarar greinar.
2 Hér verður aðallega rætt um samsett orð. Ekki hefur verið mikið rætt um beygða
fyrri liði í íslensku eða reynt að tengja þá hugmyndum um samband beyg ing ar og setn-
ingafræði. Þó má nefna grein Jensen og Stong-Jensen (1984) með nokkr um dæmum úr
íslensku, grein Þorsteins G. Indriðasonar (1999) um eignar falls samsetningar og aðrar sam-
setningar og umfjöllun Höskuldar Þráinssonar o.fl. (2004:205) um færeysku einkanlega
en einnig um íslensku. Þar er talað um það að eign ar fallssamsetningar séu algengar en að
almennt sé óvanalegt að finna megi beyg ingarendingar inni í samsettum orðum. Vikner
(1997–98) hefur svo fjallað um ann ars konar tengsl milli beygingar og setningafræði, nefni-
lega tengsl ríkulegrar sagn beygingar og sagnfærslu í aukasetningum í ýmsum málum, þ. á m.
íslensku og á sömu slóðum er Höskuldur Þráinsson (2001) þar sem hann fjallar einkan lega
um fær eysku.
3 Nafnorð sambeygjast með viðskeyttum greini, sbr. dæmi eins og hest-ur-inn (nf.,
nf.), hest-s-in-s (ef., ef.). Hér verður ekki reynt að svara spurn ing unni um það hvers eðlis
greinirinn er (viðhengi, sjálfstætt orð eða eitthvað ann að) en bent á umræðu hjá t.d.
Kristjáni Árnasyni (1980:86–88).