Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 12
fyrir dæm unum úr íslensku og öðrum málum, þótt hinir fallbeygðu fyrri
liðir séu ekki jafn auðskýranlegir og aðrir beygðir fyrri liðir.
Efnisskipan greinarinnar er á þá leið að í 2. kafla verður fjallað nánar
um kenn inguna um klofna orðhlutafræði, í 3. kafla verða tíundaðar ýmsar
tegundir beygðra fyrri liða, í 4. kafla verður fjallað nánar um kenninguna
um klofna beygingu og í 5. kafla verða fallbeygðir fyrri liðir í íslensku
bornir að kenningunum tveimur til þess að fá úr því skorið hvers eðlis sú
beyging er. Í 6. kafla eru svo helstu niðurstöður dregnar saman.
2. Kenningin um klofna orðhlutafræði
Í fyrstu hugmyndum Chomskys (1957, 1965) um málkunnáttufræðina (e.
generative grammar) fór ekki mikið fyrir orðhlutafræði. Hún var talin angi
af setningafræðinni og ummyndanir (e. transformations) innan setninga -
fræð innar höfðu því tvíþætta hlutverki að gegna að leiða yfirborðssetning-
ar af djúpgerðarsetningum og að mynda samsett og afleidd orð. Það var
svo ekki fyrr en með greinum Chomskys (1970) og Halles (1973) að orð -
hluta fræð in varð sérstakur þáttur málkunnáttufræðinnar og staða hennar
styrkt ist síðan enn frekar með riti Aronoffs (1976) Word Formation in
Generative Grammar.
Á 9. og 10. áratugnum varð þróun orðhlutafræðinnar nokkuð hröð
með skrifum Andersons (1982, 1992), Kiparskys (1982), Mohanans (1986),
Scalises (1986) og Booijs (1994, 1996, 1998). Loks mætti svo nefna Bresnan
og Mchombo (1995) og Sato (2010). Þessum skrifum öllum er það sam -
eigin legt að þar er reynt að finna orðhlutafræðinni stað og hlutverk innan
mál kunnáttu fræðinnar. Einkum var lögð áhersla á að greina samband orð -
hluta fræðinnar og setningafræðinnar, þ.e. að hve miklu leyti þessir þættir
hefðu aðgang hvor að öðrum en einnig var umræða um það í hvaða röð
hin ýmsu ferli orðhlutafræðinnar (beyging, afleiðsla, samsetning) færu
fram tölu vert rúmfrek. Má þar einkum finna tvær stefnur eða skóla.
Annar skólinn gerði ráð fyrir fullum aðskilnaði orðhlutafræðinnar og
setninga fræð innar og gekk hann undir nafninu orðasafnskenningin hin
meiri (e. the strong lexicalist hypothesis), sjá Scalise (1986:101–102) og t.d.
Bresnan og Mchombo (1995). Þessi skóli gerði ráð fyrir því að orð hluta -
fræðin ætti heima í orðasafni (e. lexicon) málfræðinnar. Hlutverk þess
væri að mynda orð sem síðan færu til þess að mynda setningar í setn-
ingafræðinni. Þar var litið á beyginguna sem hluta af orðasafninu og að
orðin kæmu þá fullbeygð inn í setningafræðina. Reglur setningafræðinn-
ar gætu aftur á móti ekki haft áhrif á orðhlutafræðina, þ.e. þær gætu ekki
Þorsteinn G. Indriðason12