Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 12

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 12
fyrir dæm unum úr íslensku og öðrum málum, þótt hinir fallbeygðu fyrri liðir séu ekki jafn auðskýranlegir og aðrir beygðir fyrri liðir. Efnisskipan greinarinnar er á þá leið að í 2. kafla verður fjallað nánar um kenn inguna um klofna orðhlutafræði, í 3. kafla verða tíundaðar ýmsar tegundir beygðra fyrri liða, í 4. kafla verður fjallað nánar um kenninguna um klofna beygingu og í 5. kafla verða fallbeygðir fyrri liðir í íslensku bornir að kenningunum tveimur til þess að fá úr því skorið hvers eðlis sú beyging er. Í 6. kafla eru svo helstu niðurstöður dregnar saman. 2. Kenningin um klofna orðhlutafræði Í fyrstu hugmyndum Chomskys (1957, 1965) um málkunnáttufræðina (e. generative grammar) fór ekki mikið fyrir orðhlutafræði. Hún var talin angi af setningafræðinni og ummyndanir (e. transformations) innan setninga - fræð innar höfðu því tvíþætta hlutverki að gegna að leiða yfirborðssetning- ar af djúpgerðarsetningum og að mynda samsett og afleidd orð. Það var svo ekki fyrr en með greinum Chomskys (1970) og Halles (1973) að orð - hluta fræð in varð sérstakur þáttur málkunnáttufræðinnar og staða hennar styrkt ist síðan enn frekar með riti Aronoffs (1976) Word Formation in Generative Grammar. Á 9. og 10. áratugnum varð þróun orðhlutafræðinnar nokkuð hröð með skrifum Andersons (1982, 1992), Kiparskys (1982), Mohanans (1986), Scalises (1986) og Booijs (1994, 1996, 1998). Loks mætti svo nefna Bresnan og Mchombo (1995) og Sato (2010). Þessum skrifum öllum er það sam - eigin legt að þar er reynt að finna orðhlutafræðinni stað og hlutverk innan mál kunnáttu fræðinnar. Einkum var lögð áhersla á að greina samband orð - hluta fræðinnar og setningafræðinnar, þ.e. að hve miklu leyti þessir þættir hefðu aðgang hvor að öðrum en einnig var umræða um það í hvaða röð hin ýmsu ferli orðhlutafræðinnar (beyging, afleiðsla, samsetning) færu fram tölu vert rúmfrek. Má þar einkum finna tvær stefnur eða skóla. Annar skólinn gerði ráð fyrir fullum aðskilnaði orðhlutafræðinnar og setninga fræð innar og gekk hann undir nafninu orðasafnskenningin hin meiri (e. the strong lexicalist hypothesis), sjá Scalise (1986:101–102) og t.d. Bresnan og Mchombo (1995). Þessi skóli gerði ráð fyrir því að orð hluta - fræðin ætti heima í orðasafni (e. lexicon) málfræðinnar. Hlutverk þess væri að mynda orð sem síðan færu til þess að mynda setningar í setn- ingafræðinni. Þar var litið á beyginguna sem hluta af orðasafninu og að orðin kæmu þá fullbeygð inn í setningafræðina. Reglur setningafræðinn- ar gætu aftur á móti ekki haft áhrif á orðhlutafræðina, þ.e. þær gætu ekki Þorsteinn G. Indriðason12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.