Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 15
Rætt verður um tölubeygingu í ensku og hollensku í kafla 3.1, stig -
beyg ingu í norsku með nokkrum samanburði við íslensku í kafla 3.2. og
svo fall beyg ingu í íslensku, færeysku og fleiri málum í kafla 3.3.
3.1 Tölubeyging fyrri liða í ensku og hollensku
Í ensku lítur út fyrir að bæði óregluleg og regluleg fleirtölubeyging geti
komið fyrir í fyrri lið samsettra orða (sbr. Sproat 1985:413–415, sjá einnig
Booij 1994:37). Óreglulegir fyrri liðir koma fyrir í (5):
(5) feet-first, mice-infested, teeth-marks, alumni-club, men-folk
Regluleg fleirtölubeyging getur einnig komið fyrir í fyrri lið, sbr. (6):
(6) systems-analyst, parks-department, ratings-book, parts-depart-
ment, jobs-program, arms-race, buildings-inspector, news-man,
sports-woman, clothes-press, roads-program, universities-year -
book, suggestions-box
Síðan eru til aðrar samsetningar þar sem reglulegar fleirtölumyndir í fyrri
lið eru mál fræðilega ótækar eins og í (7):
(7) *heads-first, *rats-infested, *dentures-marks, *students-club,
*and roids-folk
Varðandi fleirtölumyndunina í ensku þá reyndu menn upphaflega að
skýra dæm in í (5) og (7) með hugmyndum um lagskipt orðasafn (sjá m.a.
Mohanan 1986). Hugmyndin var þá sú að óregluleg beyging (þ.m.t.
stofn brigða beyging) kæmi fyrir á undan myndun samsettra orða og sam-
settu orðin í (5) væru því mynduð á eðlilegan hátt með tilliti til þess.
Regluleg beyging færi hins vegar fram á eftir samsetningunni en gæti
ekki komið fyrir á undan henni, þ.e. í fyrri lið. Þar væri komin skýringin
á því af hverju beygðu fyrri liðirnir í (7) væru málfræðilega ótækir. Dæmin
í (6) gerðu hins vegar slíkum hugmyndum um byggingu orðasafnsins í
ensku erfitt fyrir því að þar er um reglulega beygingu að ræða í fyrri lið.
Booij (1994:36) nefnir að hollenska sé eitt af þeim tungumálum þar
sem reglulegar fleirtölumyndir nafnorða geti verið fyrri liðir í samsettum
orðum, sbr. eftirfarandi:
(8) steden-raad ʻborgarstjóri fleiri borga’, minderheden-beleid ʻstefna
minni hlutahópa’, huizen-rij ʻhúsaröð’, daken-zee ʻhaf af hús þök -
um’, jongemannen-vereniging ʻsamband ungra manna’
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar um orðhlutafræði 15