Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Qupperneq 16
Þess háttar tölubeyging kemur einnig fyrir í íslensku en þá þannig að
sama myndan táknar bæði tölu og fall, sbr. (9):8
(9) handbókar(ef., et., kvk.)-útgáfa ʻútgáfa einnar handbókar’
3.2 Stigbeyging fyrri liða í norsku
Nokkuð algengt er í norsku að mynda samsett orð með stigbeygðum fyrri
lið um,9 hvort sem um er að ræða miðstigs- eða efstastigsbeygingu (sbr. Leira
1994:68–69).10 Svo virðist hins vegar sem þessi orðmyndun sé ekki virk með
öllum tegundum lýsingarorða í norsku. Þannig eru ekki mörg dæmi finnan-
leg um notkun miðstigs og efstastigs af reglulegum lýs ing ar orð um með end-
ingunum -ere í miðstigi og -(e)st í efstastigi, en þó má nefna eftirfarandi:
(10)a. lavere-grad, lavere-liggende, lavere-stående; lavest-stilt, lavest-
stående (af frst. lav)
b. høyere-stående, høyere-liggende; høyst-bydende, høyst-stilt (af
frst. høy)
Í reglulegum lýsingarorðum sem mynda miðstig með -re og efstastig
með -st finnast a.m.k. eftirfarandi samsetningar, reyndar einungis með
fyrri liðum í efstastigi:11
(11) a. lengst-levende (af frst. lang)
b. største-delen, største-parti, største-parten (af stor)
Í norsku virðist vera auðveldara að mynda samsett orð með fyrri liðum
sem hafa stofnbrigðabeygingu og með endinguna -re í miðstigi og -st í
efsta stigi, sbr. liten — mindre — minst.12 Sú beyging passar því ágætlega inn
í lýs ingu Perlmutters (1988) á klofnu orðhlutafræðinni, sbr. (4c). Með
mið stigs- og efstastigsmyndunum af slíkum lýsingarorðum er t.d. hægt að
mynda samsettu orðin í (12):
Þorsteinn G. Indriðason16
8 Í dæmum eins og í (9) er algengt að r-ið í eignarfallsendingunni hverfi í fram burði. Orðið
mánaðar-lega er því oft borið fram mánaða-lega og þetta getur skipt máli merkingarlega.
9 Dæmin í þessum undirkafla eru að mestu tekin úr Tanums store rett skrivings ordbok
(1996).
10 Beyging fyrri liðar sem er frumstig kemur einnig fyrir, sbr. eftirfarandi dæmi frá
Leira (1994:68–69): tungt-vann, tynt-øl, store-søster og gamle-presten.
11 Engin dæmi fundust um samsetningu með miðstigi.
12 Stofnbrigðabeyging felur í sér að fleiri ólíkir stofnar koma fyrir í beyg ing ardæminu.
Í því sambandi má nefna beygingu persónufornafnsins ég (mig, mér, mín) og t.d. ábendingar -
fornafnsins sá (þann, þeim, þess).