Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Qupperneq 18
3.3 Fallbeyging fyrri liða í íslensku og færeysku
Í íslensku og færeysku eru fyrri liðir í eignarfalli algengir og samsetning
sem orðmyndunaraðferð er vel virk. Hjá Jóni Hilmari Jónssyni (1988:5)
kemur t.d. fram að samsett orð í Ritmálsskrá OH séu um 85% alls
orðaforðans í skránni og í athugun Kristínar Bjarnadóttur (1996:229–
230) kom fram að eignarfallssamsetningar væru þar töluvert algengari en
stofnsamsetningar, sbr. einnig Ara Pál Kristinsson (1991:50).18 Í íslensku
má reyndar einnig finna fyrri liði í þágu falli, t.d. með lýsingarhætti þátíðar
í seinni lið (sjá Kristínu Bjarna dótt ur 2000), sbr. (16):
(16) fánum-prýddur, gulli-blandaður, hugsjónum-borinn, holdi-
klæddur
Í fyrri lið eignarfallssamsetninga í íslensku geta flestar eignarfallsendingar
kom ið fyrir (sbr. Þorstein G. Indriðason 1999:110):
(17) a. -ar-: vélar-hljóð, eignar-hluti, mánaðar-frestur
b. -a-: efna-hagur, bóka-hilla, húsa-kaup
c. -s-: lands-lög, fíls-rani, skrifborðs-skúffa
d. -na-: sagna-maður, nýrna-aðgerð, lungna-þemba
e. -u-: kirkju-skip, konu-brjóst, tölvu-útskrift
f. -ur-: sængur-kona, mjólkur-kælir, nætur-gisting
Í (17) er um að ræða nafnorð í fyrri lið en fallbeygð lýsingarorð geta einnig
verið fyrri liðir og dæmi um það eru sýnd í (18), sterk lýsingarorð í (18a)
og veik í (18b):
(18) a. sjúkra-skýli, sjúkra-hús, holdsveikra-nýlenda, fátækra-styrkur,
blindra-letur
b. löngu-tangar, mjóa-leggjar, svarta-galdurs
Dæmi með beygðum lýsingarorðum í fyrri lið finnast t.d. ekki í hol-
lensku, sbr. Booij (1994:41).19 Í íslensku er auk þess að finna ýmis tengi-
Þorsteinn G. Indriðason18
18 Í greininni er gert ráð fyrir því að myndun eignarfallssamsetninga sé virk í íslensku,
sbr. líklegar nýmyndanir eins og Árnagarðs-sófi, vegabréfs-ferð og land bún aðarstarfa-
konur. Hins vegar gildir um eignarfallssamsetningar eins og um stofnsamsetningar að hluti
þeirra er orðinn orðasafnsgerður (e. lexicalized), þ.e. svo rótgróinn í orðaforða málsins að
gera má ráð fyrir því að samsetningarnar séu geymdar í einu lagi í orðasafni og ekki
myndaðar sérstaklega við hvert tæki færi, sbr. t.d. Árna-garður og Reykjavíkur-flugvöllur
(sjá t.d. Aronoff og Anschen 1998 um þetta atriði).
19 Í dæmunum í (18b) sambeygist fyrri liðurinn seinni liðnum, sbr. langa-töng (nf.), löngu-