Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Qupperneq 19
hljóð (e. linking elements) milli fyrri og seinni hluta samsettra orða, sem
ekki geta flokkast undir beygingarendingar, sjá Guðrúnu Kvaran
(2005:155) og Þorstein G. Indriðason (1999:116–117):20
(19)a. Eldri samsetningar: ráðu-nautur, tóma-hljóð, eldi-viður
b. Nýrri samsetningar: fljúgu-maður, hoppu-róla, drekku-tími,
rusla-fata, drasla-skápur, dóta-kassi, skelli-hlátur, ali-grís
c. S-samsetningar: áhrifs-breyting, unaðs-bót, leikfimis-hús, hræsn-
is-fullur
Í færeysku finnast einnig fjölbreyttar eignarfallsendingar í fyrri lið í sam -
settum orðum, sbr. Höskuld Þráinsson o.fl. (2004):21
(20)a. -ar-: bygdar-vegur, havnar-skrivstova, úthurðar-lykill
b. -a-: bygda-gøta, bóka-messa, manna-vit
c. -s-: lands-handil, skips-maður, havs-neyð
d. -na-: eygna-lækni, sagna-ringur, lungna-hinna
e. -u-: konu-fólk, teldu-stýrður, reglu-bundin
f. -ur-: nætur-friður
Á íslensku og færeysku er þó sá munur að íslensku dæmin í (17) eru notuð
bæði í rit- og talmáli en færeysku dæmin í (20) koma að mestu fyrir í rit -
máli og er nokkuð á reiki hversu algeng eða virk þessi orðmyndunar -
aðferð er í talmáli í færeysku. Samkvæmt Höskuldi Þráinssyni o.fl. (2004:
248) var eignarfallið í færeysku þegar orðið veiklað á 19. öld á meðan það
hefur haft nokkuð sterka stöðu í íslensku fram á þennan dag og því verður
að hafa nokkurn fyrirvara á því hversu algeng þessi orð eru en dæmin eru
öll fengin annaðhvort frá Höskuldi Þráinssyni o.fl. (2004) eða úr orða -
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar um orðhlutafræði 19
töng (þf. og þgf.) og löngu-tangar (ef.). Hér vaknar spurningin um það hversu fast samsett
þessi orð eru og hvort ekki sé hér um að ræða sam beyg ingu lýsingarorðs og nafnorðs í
nafnlið. Og ef til vill er hér um að ræða ein hvers konar millistig milli nafnliðar og samsetn-
ingar þar sem nafnliðurinn hefur orðið að samsetningu en að sambeygingin varðveitist. Slík
beyging er t.d. algeng í nöfn um staða, bæja og gatna, sbr. t.d. Stóri-Dímon (nf., nf.) —
Stóra-Dímon (þf., þf.), Mikli-bær (nf., nf.) — Mikla-bæ (þf., þf.) og Rauði-lækur (nf., nf.)
— Rauða-læk (þf., þf.).
20 Venjan hefur verið að líta á s-ið í (19c) sem tengihljóð þó það sé ekki sér hljóð.
Annar ritrýna bendir hins vegar á að vel væri hægt að túlka þetta -s sem beyg ingarendingu
þó að hún væri frábrugðin þeirri endingu sem fyrri liðirnir hafa þegar þeir standa sjálf -
stæðir.
21 Í færeysku koma einnig fyrir tengihljóð milli fyrri og seinni hluta sam settra orða,
sbr. dæmin kóki-plata ‘eldunarhella’, sagu-lað ‘sögunarstatíf’ og prædika-stólur ‘predik unar-
stóll’.