Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 21
öðrum væri ekki til fleirtölumynd, sbr. magn orðin sykur og hveiti.22 Þess
háttar göt eru fremur algeng í afleiðslu því að sjaldgæft er að t.d. viðskeyti,
hversu virkt sem það er, geti tengst öllum þeim grunnorðum sem það ætti að
geta tengst (sbr. t.d. Þorstein G. Ind riðason 2008). Viðskeytingin virðist
oftast háð einhverjum skilyrðum sem gerir hana ólíka beygingunni. Þetta á
t.d. við hið virka viðskeyti -un sem tengist sögnum en þó ekki öllum sögnum,
aðeins sögnum af 4. flokki, þ.e. þeim sem eru tvíkvæðar í nafnhætti og
mynda þátíð með -aði, sbr. hanna — hönnun en ekki t.d. bjóða — *bjóðun.23
Og ýmis göt er hægt að finna í stig beygingunni, stundum vantar frumstig,
stundum efstastig o.s.frv., eins og við sáum í kaflanum á undan.
Haspelmath (2002:81) gefur yfirlit um það hvað heyrir til innri beyg-
ingu og hvað heyri til ytri beygingu, eins og sýnt er á töflu 1.
Innri beyging Ytri beyging
(fyrri liðir) (samræmi)
no.: tala no., so., lo.: samræmisbeyging
(fall, persóna, kyn, tala)
no.: merkingarleg föll no.: samræmisföll
(nefnifall, þolfall, þágufall, eignarfall)
lo.: miðstig og efstastig
so.: tíð, horf, háttur
so.: nafnháttur, lýsingarháttur
Tafla 1: Innri og ytri beyging skv. Haspelmath (2002:81).
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar um orðhlutafræði 21
22 Hér má nefna að auðveldara virðist að mynda fleirtölu af eintöluorðum við vissar
aðstæður en útilokað virðist að mynda eintölu af mörgum fleir tölu orðum (sbr. Höskuld
Þráinsson 1983:175–177). Þannig nefnir Höskuldur að fleir talan keppnir af keppni sé í lagi
þegar lýsa á þátttöku í mörgum mótum en öllu erfið ara sé að mynda eintölu af orðum á
borð við mjaltir, feðgar og herðar.
23 Hér geta menn freistast til þess að segja sem svo að enginn grund vallar mun ur sé á
afleiðslu og beygingu að þessu leyti. Eignarfallsendingin -s sé bara notuð í afmörkuðum
flokkum fallorða (nafnorða, lýsingarorða og fornafna) og ekki með öllum fallorðum og lík-
ist því viðskeytinu -un hvað þetta varðar. Það má til sanns vegar færa að að þessu leyti eru
skilin ekki skýr. Hins vegar eru ferlin afleiðsla og beyging ólík að því leyti að virk afleiðslu-
myndön auka við merkingu grunn orðsins og þau geta líka búið til nýtt orð sem er af öðrum
orðflokki en grunn orð orðmyndunarinnar, sbr. hanna (sögn) — hönnun (nafnorð). Það geta
beyg ingarendingar ekki gert. Auk þess er fjölmargt annað sem skilur að beygingu og
afleiðslu, sbr. t.d. Bauer (1988:73–89) og Haspelmath (2002:71).