Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 23
which clearly make their own semantic contribution and are mostly not
syntactically determined“ (Haspelmath 2002:82):24
(24)a. tyrkneska: ev-de [hús-loc], ʻinni í húsinu’, staðarfall
b. rússneska: noz-om [hnífur-instr] ʻmeð hníf’, verkfærisfall
c. huallaga quechua: mayu-pita [á-abl] ʻúr ánni’, sviptifall
Merkingarlegu föllin í (24) hafa sterk einkenni afleiðslu, þ.e. þau auka við
merk ingu grunnorðsins sem þau tengjast, sbr. hús — inni í húsinu, hnífur —
með hníf og á — úr ánni. Merkingarlegu föllin sem nefnd hafa verið, hafa
menn viljað tengja afleiðslu því að afleiðsluviðskeyti geta hæglega komið
fyrir í fyrri lið samsettra orða og eru því ekki jafnólíkleg þar og beyg ing -
ar end ing ar. Þau hafa líka því hlutverki að gegna að auka við merkingu
grunn orðsins, sbr. diskur — disklingur (ʻlítill diskur’) og skrafa — skröfull
(ʻgefinn fyrir að skrafa’). Eignarfallið er hins vegar yfirleitt talið vera hluti
samræmisbeygingar eins og nefnifall, þolfall og þágufall, sbr. Haspelmath
(2001:81). Það er því óvenjulegt að það finnist í fyrri lið í íslensku og fær-
eysku, sbr. einnig Höskuld Þráinsson o.fl. (2004) og t.d. Þorstein G.
Indriðason (1999).
Stigbeygingin virðist einnig líklegur kandídat fyrir innri beygingu.
Innan hennar má finna ýmis göt. Þannig vantar frumstigið í eftirfarandi
dæmum í íslensku:
(25) æðri — æðstur, skárri — skástur
Í stigbeygingu sumra lýsingarorða vantar frumstigið en í stað þess er notað
atviksorð svipað og í norsku dæmunum í (13):
(26) syðri — syðstur (frst. suður), fremri — fremstur (frst. fram), innri
— innstur (frst. inn)
Að auki eru til dæmi þar sem hvorki er til frumstig né miðstig af við kom -
andi lýsingarorði, sbr. efstastigið fjærstur (reyndar með atviksorðið fjarri
sem frumstig) og svo miðstigsmyndirnar hægri og vinstri þar sem hvorki
finnst samsvarandi frumstig eða efstastig. Stundum er stigbeygingin
einnig tákn uð setningalega með meira (miðstig) og mest (efstastig) þar
sem mál fræði lega ótækt er að nota endingarnar -ari og -astur, sbr. (27):
Fallbeygðir fyrri liðir og tvær kenningar um orðhlutafræði 23
25 Í íslensku er ekki venja nú að tala um merkingarleg föll á borð við staðar fall og verk-
færisfall þó það hafi stundum verið gert áður. Til dæmis talar Alexander Jóhannesson
(1923–24:179) um að föllin hafi upprunalega verið átta, þ.e. nefnifall, þolfall, þágufall og
eignarfall og auk þeirra ávarpsfall, staðarfall, tól fall og sviptifall. Þau þrjú síðastnefndu hafi
svo runnið saman við þágufall.