Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 24
(27)a. andvaka — meira andvaka (*andvakari) — mest andvaka (*andvak -
ast ur)
b. hissa – meira hissa (*hissari) — mest hissa (*hissastur)
Tala og stigbeyging í íslensku uppfylla vel einkenni innri beygingarinnar
sbr. töflu 1. Finna má göt í þeirri beygingu þannig að ýmist vanti samsvar-
andi eintölu- eða fleirtölumyndir eða þá annaðhvort frum stigs-, miðstigs-
eða efstastigsmyndir. Í íslensku finnast hins vegar fá dæmi um sagn-
myndir í fyrri lið, hvort sem um er að ræða nafnhætti, lýsingar hætti, pers -
ónubeygðar sagnir eða t.d. sagnir í viðtengingarhætti.
4.3 Nánar um ytri beygingu
Segja má að menn séu yfirleitt sammála um að ytri beygingin sé mikilvæg
fyrir setningafræðina (sjá Anderson 1982, 1992) til þess að sýna samræmi
(e. agreement) milli setningaliða og einnig inni í setningaliðum. Þetta
kem ur ágætlega fram í setningunum í (1), þar sem beygingarendingar
sýna tengsl in á milli frumlagsins hestamennirnir og sagnarinnar syntu í
(1a) og svo milli frumlagsins maðurinn og sagnfyllingarinnar ræfilslegur í
(1b). Og reyndar má bæta við þetta beygingarsamræminu í forsetning-
arliðunum í Gullhyl í (1a), þar sem forsetningin í stýrir þágufalli á nafn-
orðinu Gullhyl, og eftir partíið í (1b) þar sem forsetningin eftir stýrir þol-
falli á nafnorðinu partíið. Í (28) eru fleiri dæmi um samræmi:
(28)a. Jónas skaut minkinn (no., kk., et., þf.) fyrir utan sumarbústað -
inn.
b. Hús Guðmundar (no., ef.) eyðilagðist í eldi.
c. Unglingarnir björguðu gömlum (kk., et., þgf.) manni (kk., et.,
þgf.) frá drukknun.
d. Maðurinn (no., kk., et., nf.) var gamall og lúinn (lo., kk., et., nf.).
e. Konan (no., kvk., et., nf.) borðaði (so., þt., 3. pers., et.) allan mat-
inn.
Fallorð geta haft mismunandi beygingu eftir stöðu þeirra í setningunni.
Þannig er frumlag oftast í nefnifalli á meðan andlag er í aukafalli (þolfalli,
þágu falli eða eignarfalli), sbr. það að andlagið er í þolfalli í (28a). Síðan
geta fall orð birst í aukaföllum við aðrar aðstæður, t.d. þar sem þau standa
sem eignar fallseinkunn í (28b). Beygingarsamræmi er einnig nauðsynlegt
í nafn lið, þar sem lýsingarorð standa í sama kyni, tölu og falli og höfuðorð
lið arins eða nafnorðið, sbr. setninguna í (28c). Hér stendur lýsingarorðið
Þorsteinn G. Indriðason24