Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 26
andlag með forsetningu fyrri liður
í samsettu orði
Jón gætti barnsins Hann gekk til barnsins barns-grátur
Hann minntist afa síns Hann hljóp til afa síns afa-barn
Tafla 2: Eignarfallsmyndir í mismunandi stöðu.
Í sambandi við (30b) er vart hægt að halda því fram að eignarfallið í fyrri
lið sé í ætt við merkingarlegt fall, þ.e.a.s. það er munur á hlutverki eignar -
falls ins annars vegar og merkingarlegu fallanna sviptifalls, staðarfalls og
verkfærisfalls í (25) hins vegar. Samkvæmt Haspelmath (2002:81) flokk -
ast eignarfallið undir samræmisfall á borð við föll eins og nefnifall og þol-
fall og tilheyrir ytri beygingu. Haspelmath (s.st.) segir um samræmisföll
að þau séu „typically required by the syntactic environment in which they
occur and thus express largely redundant information“. Innri beygingin,
líkt og afleiðsla, hafi hins vegar ákveðið upplýsingagildi og málnotandinn
geti t.d. allt eftir aðstæðum valið milli þess hvort hann notar nútíð eða
þátíð í máli sínu, horf, tölu og merkingarleg föll því að það séu allt form-
deildir sem séu óháðar setningalegu umhverfi. Því hlýtur svarið við (30a)
að vera jákvætt og neikvætt við (30b).
Fall beygðir fyrri liðir í íslensku skapa nokkurn vanda fyrir kenn ing -
arnar í (29). Það virðist nefnilega vera svo að þessir liðir sýni flest ein -
kenni ytri beygingar að því undanskildu auðvitað að eignarfallið er ekki
notað til þess að sýna beygingarsamræmi, enda í stöðu innri beygingar í
sam setta orðinu. Miðað við að eignarfallssamsetningar séu virk orð mynd -
un hlýtur niðurstaðan að vera sú að fallbeygðir fyrri liðir í íslensku hafi
tví skipt eðli; þeir séu að forminu til ytri beyging, að flestu leyti reglu legir,
en hafi hlutverk innri beygingar í samsettum orðum.26 Eignarfallið virðist
hafa þarna nokkuð einstaka stöðu ef miðað er við þau tungumál sem
skoðuð hafa verið, að undanskilinni færeysku, og það vekur upp spurn-
Þorsteinn G. Indriðason26
26 Rétt er að undirstrika að fyrri liðir í eignarfallssamsetningum eru að lang mestu leyti
fallbeygðir á reglulegan hátt. Í nöfnum finnst einhver óregla, sbr. Guð mundsson (ef.
Guðmundar) og Sigurðsson (ef. Sigurðar). Í öðrum nöfnum eru til tvímyndir viðkomandi
nafns í eignarfalli, sbr. Höskuldsson (ef. Höskulds, Höskuldar), sjá t.d. Þorstein G. Indriða -
son (1999). Einnig má finna dæmi þar sem rök réttara væri að nota fleirtölu í stað eintölu,
sbr. samsetningarnar rækjuostur, perutré og vörubíll en hér mætti halda því fram að verið
væri að vísa í teg und ar heit ið í fyrstu tveimur dæmunum og ekki fjölda.