Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 32
(3) a. Þeir sem ___ hafa verið í Ósló segja að …
b. Þeir sem í Ósló hafa verið segja að …
c. *Þeir sem það hafa verið í Ósló segja að …
Samanburður á a-dæmunum bendir til að sum frumlagspláss geti staðið
tóm en önnur e.t.v. síður. (1b) og (2b) eru dæmigerðar stílfærslusetning-
ar. Samanburður á c-dæmunum sýnir svo að leppinnskot getur verið val-
kostur á móti stílfærslu í vissu setningarlegu umhverfi en ekki öðru. Í
(3b) hefur heill setningarliður verið færður í frumlagssætið en slík dæmi
eru ýmist greind sem stílfærsla eða kjarnafærsla (sjá umræðu hjá Maling
1980, Eiríki Rögnvaldssyni 1990:71–78, Friðriki Magnússyni 1990:88–
97, Eiríki Rögnvaldssyni og Höskuldi Þráinssyni 1990, Jóhannesi Gísla
Jónssyni 1991, Holmberg 2000 og 2006, Gunnari Hrafni Hrafn bjargar -
syni 2004 og Höskuldi Þráinssyni 2007:349–393).
Stílfærsla hefur lengi verið vinsælt viðfangsefni málfræðinga en allur
gangur er á því hvers konar gögn eru notuð og niðurstöður og greiningar
eru eftir því býsna margvíslegar. Sumir fræðimenn ganga út frá því að
allar færslur orða og liða fram fyrir persónubeygða sögn í setningum með
frumlagseyðu séu dæmi um stílfærslu (Holmberg 2000 og Gunnar Hrafn
Hrafnbjargarson 2004). Aðrir halda því fram að stílfærsla sé bundin við
„hausa“ eins og í (1b) og (2b) (Jóhannes Gísli Jónsson 1991, Poole 1992,
Höskuldur Þráinsson 1993, Holmberg og Platzack 1995, Poole 1996).
Enn aðrir greina stílfærslu og kjarnafærslu sem eitt og sama fyrirbærið
(Eiríkur Rögnvaldsson og Höskuldur Þráinsson 1990; sjá einnig umræðu
hjá Halldóri Ármanni Sigurðssyni 2010). Þá eru greiningar sem gera ráð
fyrir að tilbrigði sem líta út fyrir að vera stílfærsla hausa séu í raun færsla
heilla liða sem hafi verið tæmdir af öllu öðru en hausnum sjálfum (e. rem -
nant movement, sjá t.d. Müller 2004 og Ott 2009). Einnig hafa verið færð
rök fyrir því að stílfærsla hafi upphaflega verið merkingarlega skilyrt í
málum eins og íslensku og tengst upplýsingaformgerð setninga en síðan
verið endurtúlkuð sem formgerðarlegt fyrirbæri, þ.e. leið til að fylla upp í
frumlagsplássið (Franco 2009). Loks eru yfirlitsskrif þar sem fjallað er
um mismunandi gögn og ræddar hugsanlegar greiningar (Holmberg
2006, Höskuldur Þráinsson 2007:341–393 og Ásgrímur Angantýsson 2011:
145–183). Hér verða formlegar greiningar á stílfærslu látnar liggja milli
hluta en rök færð gegn því að stílfærsla tengist gátun hljóðkerfislegra
þátta (sjá umræðu hjá Holmberg 2000, Bošković 2001 og Wood 2011).
Umfjöllunin hér á eftir hverfist aðallega um eftirfarandi spurningar:
Ásgrímur Angantýsson32