Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 33
(4)a. Hvers konar dæmi um stílfærslu og skyld fyrirbæri koma helst fyrir
í íslensku?
b. Hvernig dóma fá setningar á borð við (1)–(3) í íslensku og fær-
eysku?
c. Hvað er líkt og ólíkt með frændtungunum að þessu leyti?
d. Að hvaða marki gegna stílfærsla og leppinnskot sama hlutverki?
Skipulagið er á þá leið að í öðrum kafla eru sýnd ýmis dæmi um stílfærslu
og tengd orðaraðartilbrigði í íslenskum textasöfnum, í þriðja kafla er sagt
frá niðurstöðum úr spurningakönnun höfundar í Færeyjum og þær born-
ar saman við niðurstöður úr íslensku tilbrigðarannsókninni og í fjórða
kafla eru helstu atriði dregin saman. Meðal þess sem fram kemur er að í
báðum málum er leppinnskot tekið fram yfir stílfærslu í skýringarsetn-
ingum, en í færeysku, ólíkt íslensku, fær leppinnskot betri undirtektir en
stílfærsla í atviksetningum og einnig í tilvísunarsetningum. Í flestum til-
vikum er auðvelt að stílfæra sagnir í lýsingarhætti þátíðar í færeysku, eins
og í íslensku, en stílfærslu á ögnum og forsetningum virðast settar miklar
skorður í færeysku, ólíkt íslensku. Þá vekur athygli að yngsti aldurshópur -
inn í íslensku tilbrigðarannsókninni samþykkir síður dæmi um stílfærslu
en elsti aldurshópurinn. Þær niðurstöður má túlka sem vísbendingar um
að stílfærsla sé á undanhaldi.
2. Dæmi úr í íslenskum textasöfnum
Leitað var að dæmum um stílfærslu, það-innskot og frumlagseyðu í auka-
setningum með leitarforritinu WinCord í þremur mörkuðum texta -
söfnum. Í fyrsta lagi voru notaðir textar Íslenskrar orðtíðnibókar (ÍOT)
(Jörgen Pind o.fl. 1991), alls tæplega 600.000 lesmálsorð úr ýmsum
ritmálstextum. Í öðru lagi var talmálssafnið ÍS-TAL skoðað (sjá Þórunni
Blöndal 2005 og Ástu Svavarsdóttur 2007) en það inniheldur um 250.
000 lesmálsorð úr óformlegum samtölum. Í þriðja lagi var leitað í safni
stúdentsprófsritgerða við Verzlunarskóla Íslands 2002–2007 (Mörkuð
íslensk málheild) sem er samanlagt um 200.000 lesmálsorð. Einnig voru
lesnar um 150 ritgerðir frá samræmdu prófi í 10. bekk 2001 og leitað
handvirkt að dæmum (samanlagt um 30.000 orð). Við leitina í mörkuðu
textunum var stuðst við aðferðir sem Eiríkur Rögnvaldsson (2007) lýsir.
Textasöfnin voru beygingarlega mörkuð (sbr. Sigrúnu Helgadóttur
2007) en þau innihéldu ekki upplýsingar um liðgerð eða formgerð setn -
Um stílfærslu og skyld orðaraðartilbrigði í íslensku og færeysku 33