Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 34
inga.2 Skilgreiningar á leitum miðuðust í flestum tilvikum við 8–10 al -
geng ustu einyrtu aukatengingarnar samkvæmt ÍÓT, þ.e. að, sem, þegar,
ef, hvort, þótt, nema, meðan, síðan og uns og spurnaratviksorðið hvað (sjá
umræðu um aukatengingar í íslensku hjá Halldóri Ármanni Sigurðssyni
1981 og Friðriki Magnússyni 1990). Þau gagnadæmi sem hér eru kynnt
þjóna þeim tilgangi að sýna sem fjölbreytilegust dæmi úr textum og tali
og gefa hugmynd um tíðni þeirra og dreifingu, ekki síst m.t.t. mismun-
andi tegunda aukasetninga. Í sumum tilvikum hef ég búið til dæmi til
samanburðar við gagnadæmin til að kanna hvort, og þá að hvaða marki,
tilbrigðin eru valfrjáls.
Leit að sögnum í nh. og lh.þt. (sagnbót og beygðum lh.) og stökum
atviksorðum og ögnum á eftir tengingunum að, sem, þegar, ef, hvort, þótt,
nema, meðan, uns og síðan í OTB skilaði 731 niðurstöðu og þar af var 631
dæmi um stílfærslu (að meðtöldum setningum með framfærðum atviks -
orðum). Í (5)–(8) eru nokkur sýnishorn:
(5) a. að oft væri vöntun á hlífum á vélum
b. að græða megi á þessari veiðiferð
c. að gætt sé fyllsta öryggis
(6)a. ef svo hefði verið
b. ef nota á innlenda orku
c. ef gengið væri út frá hernaðarsjónarmiði eingöngu
(7) a. hvernig sem á er litið
b. svo sem vænta mátti
c. þar sem byggt er á marxisma
(8)a. þegar skyndilega kólnaði
b. þegar farið var að sofa
Þarna má sjá stílfærða liði af mismunandi gerðum í ólíkum tegundum
aukasetninga. Tafla 1 sýnir í hvaða setningagerðum stílfærsla var algeng-
ust og hlutföllin á milli mismunandi tegunda framfærðra liða.
Þarna kemur fram athyglisverður munur á setningagerðum. Í tilvísunar -
setningum og tíðarsetningum er lh.þt. í meirihluta stílfærðra orða en í að-
Ásgrímur Angantýsson34
2 Sögulegi íslenski trjábankinn var ekki tilbúinn þegar þessi hluti rannsóknarinnar var
unninn (sjá Eirík Rögnvaldsson, Anton Karl Ingason, Einar Frey Sigurðsson og Joel Wallen -
berg 2012) en þar er hægt að kalla fram ógrynni dæma um stílfærslu frá mismunandi tímum.