Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 44
yrðissetningar með frumlagseyðu).5 Næstum því allir samþykktu leppinn-
skot í tíðarsetningum (57, 60) en stílfærsla agna (59) og atviksorða (61) fá
frekar dræmar viðtökur og sömuleiðis tilbrigðið með frumlagseyðunni (58).
Þetta virðist svipað og í íslensku að öðru leyti en því að þar er í góðu lagi að
hafa frumlagseyðu í setningum eins og (58).6
Í töflu 5 má sjá hvers konar viðbrögð dæmi um stílfærslu fengu í ís -
lensku tilbrigðakönnuninni (nr. 3) (sjá Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angan -
týsson og Heimi Frey Viðarsson væntanl.).
Ótvíræð dæmi um stílfærslu (62)–(65) fá góða dóma í þeim tegundum
aukasetninga sem prófaðar voru, síst þó í skýringarsetningunni (62), en
yngsti hópurinn er ekki eins jákvæður og sá elsti. Eldri þátttakendunum
virðist einnig líka vel framfærsla heilla NL í tilvísunarsetningum (66)–
(67), síður þó ef setningin inniheldur hjálparsögn (67), en algengasta mat
yngstu málhafanna á þessum setningum er „ótækt“ (ólíkt mati þeirra á
ótvíræðum stílfærsludæmum).
% yngsti hópur % elsti hópur
(159 málhafar) (261 málhafar)
já ? nei já ? nei
(62) Allir vissu þó að stolið hafði verið
skjávörpum 49,2 27,3 23,5 53,5 21,7 24,5
(63) Hún spurði hvort rætt hefði verið
við Helgu 59,5 21 19,5 85,4 8,9 5,7
(64) Þetta er eitt af þeim vandamálum
sem upp hafa komið 59,8 22,4 17,8 91,1 5,7 3,2
(65) Þetta er frumvarp sem lagt
hefur verið fram á Alþingi 64,5 18,1 17,4 92,4 4,4 3,2
(66) Þeir sem erfiðustu ákvarðanirnar
tóku voru ekki öfundsverðir 30 31,2 38,8 85,9 8,3 5,8
(67) Þeir sem erfiðustu verkin höfðu
unnið hættu þó fyrr 28,1 27,3 44,6 59,9 21 19,1
Tafla 5: Stílfærsla í íslensku.
Ásgrímur Angantýsson44
5 Dæmi á borð við (56) fékk svolítið dræmari undirtektir í færeysku tilbrigðarann-
sókninni (sjá Höskuld Þráinsson væntanl.).
6 Ritrýnir bendir á að áhersla og tónfall kunni að skipta máli í dæmum af þessu tagi
og vísar m.a. í umræðu hjá Speyer (2005 og 2012). Vert væri að rannsaka þetta nánar.