Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 46
er lítill munur á milli aldurshópanna. Í hinum dæmunum hefur verið
færður hv-liður út úr aukasetningunni. Yngri þátttakendurnir gera lítinn
greinarmun á þessum setningum en þeir eldri sætta sig betur við að skilja
frumlagsplássið eftir autt en að skjóta inn leppnum.
Í töflu 8 má sjá dæmi um tíðarsetningu, bæði með frumlagseyðu (75)
og það-innskoti (76), og tilvísunarsetningu með frumlags eyðu (ópersónu-
leg þolmynd) (77) (sjá einnig Höskuld Þráinsson, Ásgrím Angantýsson og
Heimi Frey Viðarsson væntanl.):
% yngsti hópur % elsti hópur
(159 málhafar) (261 málhafar)
já ? nei já ? nei
(75) Það breytist þegar fer að rigna 65 18,5 16,5 90,6 5,7 3,8
(76) Þær verða opnaðar þegar það fer
að snjóa 84,9 7,3 7,7 67,7 19,6 12,7
(77) Það er mál sem hefur verið mikið
rætt um á kaffistofunni 60,1 23,3 16,7 65,2 21,5 13,3
Tafla 8: Frumlagseyða og leppinnskot í tíðarsetningum og tilvísunarsetning-
um í íslensku.
Bæði tíðarsetningartilbrigðin fá góða dóma en það er athyglisvert að yngri
þátttakendurnir eru jákvæðari gagnvart því að því að skjóta inn leppn um
heldur en að skilja eftir frumlagseyðu en þessu er öfugt farið í elsta hópn -
um. Tilvísunarsetningin með frumlagseyðunni fær tiltölulega góða dóma í
báðum aldurshópum en engin samsvarandi setning með það-innskoti var
með í könnuninni.
Þar sem stílfærsla er algeng í tilvísunarsetningum í íslensku, og færeysku
líka, var sú setningategund notuð til þess að bera saman dæmi um stílfærslu
orða og liða af ýmsum gerðum í færeysku. Í töflu 9 eru dæmi um færslu sagna
í lýsingarhætti þátíðar ásamt borin saman við leppinnskot og færsluleysi.
Aftur er leppinnskot vinsælasti kosturinn og síðan stílfærsla.7 Margir
geta líka skilið eftir frumlagseyðu (78, 82), raunar í mun meira mæli en til-
fellið var í atvikssetningum og skýringarsetningum.
Ásgrímur Angantýsson46
7 Setningarnar Tillukku til øll, sum vald vórðu og Skúlastjórin helt talu fyrir teimum, sum
liðug voru við skúlan fengu nokkuð svipaða dóma og (80) í færeysku tilbrigðakönnuninni
(sjá Höskuld Þráinsson væntanl.).