Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 48
séð, hvort sem hægt er að kenna það dönskum áhrifum eða ekki (sjá
umræðu um stöðu sagnar og atviksorðs í færeyskum aukasetningum hjá
Ásgrími Angantýssyni 2011 og 2013 og í ritum sem þar er vísað til). Í (83)
hefur sögnin aftur á móti verið færð fram fyrir neitunina og flestum mál-
höfum finnst það ómögulegt. Atviksorðið heim er greinilega mjög frá-
brugðið neituninni vegna þess að sögnin getur auðveldlega farið á undan því
(85) en ekki neituninni (83) en val á sögn kann að vísu að skipta máli. Fram -
færsla heim og fyrst er fremur erfið en það virðist raunar líka gilda um ís -
lensku, a.m.k. í dæmum á borð við (86).
Stílfærsla agna og forsetninga er mjög algeng í íslensku og dæmi á borð
við (74) og (76) í töflu 11 væru fullkomlega eðlileg:
ja ? nei
(89) Hetta er ein av teimum trupulleikunum,
sum hava stungið seg upp Ø 94% 6% 0%
(90) Hetta er ein av teimum trupulleikunum,
sum upp hava stungið seg SF 2% 25% 73%
(91) Hetta eru uppskotini, sum varð tosað/
snakkað um Ø 81% 13% 6%
(92) Hetta eru uppskotini, sum um varð
tosað/snakkað SF 10,5% 31% 58,5%
Tafla 11: Stílfærsla agna og forsetninga í tilvísunarsetningum.
Hér er mikill munur á færeysku og íslensku. Stílfærsla agna af þessu tagi
er samkvæmt þessu mjög mörkuð eða útilokuð í færeysku en fín í ís -
lensku.8
Loks má sjá stílfærslu lýsingarorðs og forsetningarliðar í tilvísunarsetn-
ingum:
Ásgrímur Angantýsson48
8 Í færeysku tilbrigðakönnuninni áttu málhafarnir m.a. að velja á milli þriggja eftirfar-
andi kosta þar sem undanfarinn var Malan hevur gjørt seg so dyggiliga fyri skommum:
sum fram er komið
(i) Av tí, sum er komið fram tori eg ikki að møta henni
sum komið er fram
Í ljós kom að tæp 60% völdu færsluleysi (miðkostinn), tæp 10% völdu stílfærslu agnarinnar
og sama hlutfall stílfærslu lh.þt. Rúm 5% samþykktu bæði fyrsta kostinn og miðkostinn og
tæp 5% samþykktu bæði miðkosinn og síðasta kostinn (sjá Höskuld Þráinsson væntanl.).