Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 49
ja ? nei
(93) Tann, sum er fyrst at skora, fær ókeypis
øl restina av lívinum Ø 86% 6% 8%
(94) Tann, sum fyrst er at skora, fær ókeypis
øl restina av lívinum SF 37,5% 37,5% 25%
(95) Teir, sum hava verið í Oslo siga, at tað
er ein góður býur Ø 94% 6% 0%
(96) Teir, sum í Oslo hava verið siga, at tað
er ein góður býur SF 15% 43% 42%
Tafla 12: Framfærsla lýsingarorðs og forsetningarliðar í tilvísunarsetningum.
Hér má sjá að stílfærsla lýsingarorðsins fyrst fær svipaða dóma og stílfærsla
atviksorða á borð við heim. Flestir málhafar setja spurningarmerki við setn-
ingu með framfærðum forsetningarlið (96) en það dæmi fær þó ekki eins
afleita dóma og kjarnafærsla í tilvísunarsetningum með yfirborðsfrumlagi
(sjá Ásgrím Angantýsson 2011:133).
Stílfærsla fær almennt betri viðbrögð í tilvísunarsetningum en skýringar -
setningum, bæði í íslensku og færeysku. Við höfum séð að í færeysku skiptir
máli hvers konar liðir og orð eru stílfærð. Dæmi um stílfærðar sagnir í lh.þt.
fá t.d. fremur góða dóma, bæði í fallsetningum og tilvísunarsetningum; stíl-
færsla atviksorða og lýsingarorða fær slælegri undirtektir og stílfærsla agna
og forsetningarliða er mjög erfið. Í íslensku eru aftur á móti engar slíkar
takmarkanir á stílfærslu agna og forsetninga. Sú tilhneiging að velja lepp-
innskot fram yfir frumlagseyðu í tilvísunarsetningum er heldur ekki uppi á
teningnum í íslensku (sjá nánar umræðu hjá Ásgrími Angan týssyni 2011:
152–168).
4. Samantekt og lokaorð
Í inngangi voru eftirfarandi spurningar settar fram:
(97)a. Hvers konar dæmi um stílfærslu og skyld fyrirbæri koma helst fyrir
í íslensku?
b. Hvernig dóma fá setningar á borð við (1)–(3) í íslensku og færeysku?
c. Hvað er líkt og ólíkt með frændtungunum að þessu leyti?
d. Að hvaða marki gegna stílfærsla og leppinnskot sama hlutverki?
Um stílfærslu og skyld orðaraðartilbrigði í íslensku og færeysku 49