Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 55
eiríkur rögnvaldsson
Setningarugl?
Tengdar nafnháttarsetningar með frumlagi
1. Inngangur
1.1 Viðfangsefnið
Í íslensku nútímamáli er stundum val milli tveggja setningagerða í auka-
setningum til að orða sömu merkingu; annars vegar setninga tengdra með
að og sögn í persónu hætti, eins og (1a), og hins vegar ótengdra setninga
með nafnháttarsögn, eins og (1b):1
(1) a. Mér fannst [að ég væri ríkur].
b. Mér fannst [ég vera ríkur].
Í nútíma máli er seinni setningagerðin margfalt algengari en sú fyrri, og
þótt einhver blæ- eða stílmunur kunni að vera á setningunum tveimur er
merking þeirra sú sama, ef miðað er við sannleiksgildi (þ.e. ef (1a) er sönn
er (1b) líka sönn, og öfugt).
En svo er — eða var — til þriðja gerðin: „Stundum er blandað saman
að-setningu og nefnifalli með nafn hætti, einkum á eftir sögnunum þykja,
finnast, lítast, sýnast, virðast“, segir Jakob Jóh. Smári (1920:275). Útkoman
verður þá setningar á við (2):
(2) Mér fannst [að ég vera ríkur].
Þetta er mjög sjaldgæft í nútímamáli og verkar yfirleitt á málnotendur
sem einhvers konar óregla eða villa — og er það kannski oftast. Það var
Íslenskt mál 36 (2014), 55–91. © 2014 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Þetta efni hefur verið kynnt í erindi á málþinginu „Orð að sönnu“, sem haldið var til
heiðurs Jóni G. Friðjónssyni sjötugum 8. nóvember 2014. Ég þakka þeim sem þar komu
með athugasemdir og ábendingar, en einkum Höskuldi Þráinssyni ritstjóra og tveim nafn-
lausum ritrýnum Íslensks mál fyrir fjölda gagnlegra athugasemda. Greinin á uppruna í
rannsóknarverkefninu „Málbreytingar og tilbrigði í íslensku máli á 19. öld: tilurð opinbers
málstaðals“ sem Ásta Svavarsdóttir stýrir, en tengist einnig rannsóknarverkefninu „Mál,
málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd“ sem Höskuldur Þráinsson stýrir. Ég þakka
forsvarsmönnum þessara verk efna fyrir aðgang að margvíslegum gögnum, og þakka einnig
Rann sóknasjóði sem styrkir bæði verk efnin.