Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 56
a.m.k. skoðun Björns Guð finns sonar (1940:76) sem tekur setninguna í (3)
upp úr þýddri sögu og flokkar hana undir „setningarugl“ sem hann skil-
greinir þó ekki nánar (leturbreytingar Björns):
(3) Mjer fanst ávalt að hún vera í nánd við mig.
Ég býst við að flestir nútíma málnotendur gætu tekið undir með Birni. En
í textum frá seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu er
þessi setningagerð, sem hér eftir verður iðulega kölluð blandaða setn-
ingagerðin, nokkuð algeng — mun algengari en svo að hægt sé að líta
fram hjá henni og afgreiða sem mistök eða villu. En hvað er hún þá?
Í þessari grein verður litið á umfang, upptök, einkenni, hnignun og
eðli blönd uðu setn inga gerðarinnar, eftir því sem ráða má af tiltækum text-
um — einkum frá undan förnum 200 árum en einnig eldri.
1.2 Efniviður
Eftirtalin rafræn söfn sem öll eru opin á netinu hafa einkum verið nýtt til
dæmaleitar:
(4)a. Íslensk sendibréf frá 19. öld (http://brefasafn.arnastofnun.is/)
b. Tímarit.is (http://timarit.is/)
c. Íslenskt textasafn (http://corpus.arnastofnun.is/)
d. Bækur.is (http://baekur.is)
e. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans (http://www.arnastofnun.is/
page/ritmals safn)
f. Sögulegi íslenski trjábankinn, IcePaHC (http://linguist.is/ice
landic_treebank)
g. Mörkuð íslensk málheild (http://mim.arnastofnun.is)
h. Ordbog over det norrøne prosasprog (http://onp.ku.dk/)
i. Netútgáfan (http://www.snerpa.is/net/)
Einnig var leitað rafrænt í vesturfarabréfum (Böðvar Guðmundsson 2001,
2002), bókum úr ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar (Bragi
Þorgrímur Ólafsson 2004, Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon
2001, Sigrún Sigurðardóttir 1999),2 og upp skriftum fjölmargra viðtala við
Vestur-Íslendinga.3 Auk þess hefur verið leitað í ýms um öðrum sérstaklega
völdum heimild um, bæði rafrænum og prent uð um.
Eiríkur Rögnvaldsson56