Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 58
verið meira áberandi á norð austan verðu landinu en annars staðar, og tíðni
hennar í vestur íslensku blöðunum var allt frá 1890 margfalt meiri en í
blöðum gefn um út á Íslandi. Síðan er drepið á hugsanlegar ástæður fyrir
hnignun og hvarfi blönd uðu setn inga gerðar innar á Íslandi og helst talið að
lág tíðni, sam keppni við aðrar setn inga gerðir, mörkun og neikvætt viðhorf
komi þar til, en í vestur íslensku gætu ensk áhrif hafa stuðlað að varðveislu
setningagerðarinnar. Í lok kaflans er bent á að hlið stæð blönd un setninga-
gerða kemur einnig fyrir með samanburðar teng ingum.
Í 3. kafla er gefið stutt yfirlit um tvær tegundir nafnháttarsambanda
sem koma við sögu í greininni, lyftingarnafnhætti eins og (6a) og stýri-
nafnhætti eins og (6b):
(6)a. Hún virðist [vera heima]
b. Hún hyggst [vera heima]
Síðan er fjallað um tilurð blönduðu setningagerðarinnar og hún rakin til
endurtúlkunar sagnanna sýnast og virðast sem frumlagslyftingarsagna
(eins og þær eru nú) í stað stýri sagna (eins og hyggjast). Þessi endurtúlkun
virðist verða seint á 18. öld þótt upp haf hennar megi rekja tals vert lengra
aftur. Einnig er gerð grein fyrir því með hvaða sögnum og sagnaflokkum
þessi setningagerð komi fyrir. Í lok kaflans eru svo vanga veltur um form-
gerð blönduðu setningagerðarinnar. Fram kemur að neitun stendur þar
venju lega á undan sögn og lík legt er að formgerðin hafi verið einhvers
konar millistig milli tengdra pers ónu háttar setninga og ótengdra nafn -
háttar setninga.
Í 4. kafla eru niður stöður svo dregnar saman.
2. Upphaf, blómatími og hnignunarskeið blönduðu
setninga gerðar innar
2.1 Upphaf blönduðu setningagerðarinnar
Þegar í fornmáli má finna dæmi um að sýnast og virðast taki bæði tengdar
pers ónu háttar setningar eins og (7a)/(8a) og ótengdar nafn háttar setn ingar
eins og (7b)/(8b), þar sem merk ingin er hlið stæð í báðum setninga-
gerðum, sbr. (1) hér að framan:5
Eiríkur Rögnvaldsson58
5 Engin dæmi eru um slíkar tvímyndir með finnast, enda er sú sögn notuð öðruvísi í
fornmáli en í nú tíma máli. Engin dæmi eru heldur um tvímyndir með þykja, enda tekur hún
tæpast að-setningar.