Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 60
(13) Þar nú þvílíkt vyrdist ad vitna um ad hún vitskérdt eda fálkud væri
ad minnsta kosti med køblum.
Klausturpósturinn 1. tbl. (1825:11)
(14) Virdast þeir ad sanna, ad kál hafi verid brúkad og til matar haft í
fyrndinni.
Ármann á Alþingi (1831:22)
Eitt dæmi af þessu tagi frá svipuðum tíma er að finna í safni 19. aldar
bréfa, (4a):
(15) i giær friettist ad madur hafdi farist firir snioflodi i Fagradal og sin-
ist ad vera miög slisa hætt þad af er vetrinum.
Norður-Múlasýslu, 1824 (bréfritari úr Gullbringusýslu, f. 1786)6
Vegna þess að þessi dæmi verða áberandi á svipuðum tíma og blandaða
setninga gerðin, og um sömu sagnir er að ræða að hluta til í báðum setn-
ingagerðum, er freist andi að álykta að þarna sé ein hver skyldleiki á milli.
Hér verður því slegið föstu að þetta sé í raun og veru ein og sama setn-
ingagerðin, en rökstuðning fyrir því er að finna í 3.2.
Setningarnar í (9)–(10) eru einu dæmin um tengdar nafn háttar -
setningar með frumlagi sem ég hef fundið frá fyrri hluta 19. aldar.
Heimildir um það tímabil eru vissulega af skornum skammti. Þótt bréf
frá þessum tíma í bréfasafninu (4a) séu nokkuð á annað hundrað gefa
þau tak markaða hug mynd um almennt málfar vegna þess hve bréf -
ritarar eru fáir og land fræði leg dreif ing ójöfn. Blaða- og tímaritaútgáfa
var lítil fram um miðja öldina og því ekki mikill leitar bær efniviður á
Tímarit.is.7
Það er ekki fyrr en um og upp úr miðri 19. öld sem fleiri dæmi fara að
skjóta upp kollinum. Eitt þeirra er í fyrstu íslensku skáldsögunni sem var
prentuð:
(16) Sá var annar draumur hennar, að henni þótti að Björg systir sín
koma til sín.
Jón Thoroddsen (1850:122) Piltur og stúlka
Eiríkur Rögnvaldsson60
6 Öll bréf sem hér er vitnað í er að finna í safni 19. aldar bréfa (4a) nema annars sé
getið. Ritunarstaður og ár er tilgreint, svo og fæðingarstaður og fæðingarár bréfritara.
7 Þar að auki er ljóslestur svo gamals prents erfiður og villur því margar í leitartextan-
um. Þess ber þó að geta að í rannsóknar verk efn inu „Málbreytingar og tilbrigði í íslensku
máli á 19. öld: tilurð opinbers málstaðals“ hefur talsvert verið slegið inn af efni og ljós lestur
leiðréttur úr elstu íslensku tíma ritunum, frá fyrstu fjórum ára tugum 19. aldar, og leit í þeim
textum skilaði nokkrum af dæmunum hér að framan.