Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 61
En annars eru dæmin sárafá fram um 1870. Eftir það fjölgar dæmum um
blönduðu setningagerðina í bréfum, blöð um, tíma ritum og bókum hægt
en örugglega fram um 1890, þegar sprenging verður í notkun hennar.
2.2 Dæmum fjölgar
Í bréfum frá síðari helmingi 19. aldar hef ég fundið á sjöunda tug dæma
um blönduðu setninga gerðina. Nokkur þeirra fara hér á eftir:
(17) á hinn bógin fannst mjer ekki að jeg geta verið heimtu frek við
manninn, minn.
Árnessýslu, 1872 (bréfritari úr Suður-Múlasýslu, f. 1846)
(18) sofnaði Sigríður og dreimdi að þú koma til sín.
Vesturheimi, 1878 (bréfritari úr Austur-Skaftafellssýslu, f. 1845)
(19) nú síndist mér að þettað vera náttúrlegt.
Reykjavík, 1884 (bréfritari f. í Eyjafirði 1856); Sigrún Sigurðar dóttir
(1999:221)
(20) Ögn sýndist mjer og heyrðist að biskupinn vera orðinn fyrir gengi-
legur.
Reykjavík, 1886 (bréfritari úr Suður-Múlasýslu, f. 1863)
(21) Þjer mun nú þikja að jeg telja upp fáa kosti sem Nýja Island hefur.
Vesturheimi, 1894 (bréfritari úr Skagafirði, f. 1862)
Blandaða setningagerðin kemur einnig fyrir í Íslenzkum þjóðsögum og æfin-
týrum Jóns Árnasonar (1862), svo og mörgum skáld verkum sem gefin
voru út á seinni hluta 19. aldar og fyrstu áratugum 20. aldar, eftir höfunda
eins og Jón Mýrdal, Torfhildi Þor steins dóttur Hólm, Þorgils gjall anda,
Jón Trausta, Einar H. Kvaran, Huldu, o.fl. Fáein dæmi eru sýnd hér (sjá
einnig Jakob Jóh. Smára 1920:275):
(22) Mér þótti [...] að þú vera hálf orðvond.
Jón Mýrdal (1872:14): Mannamunur
(23) Þykir yður ekki, að Ragnheiður hafa stækkað, síðar þér voruð hér
síðast?
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm (1882:179): Brynjólfur biskup Sveins-
son
Setningarugl? 61