Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 65
safninu eru frá fimmta áratugnum. Í viðtölum frá 1972 hef ég fundið hátt
á annan tug dæma frá 13 viðmælendum af rúmlega 130, en rétt er að hafa
í huga að viðtölin eru mjög mis löng. Eitt dæmi fannst í við tali frá 1982 og
eitt í nýju við tali:
(33) okkur fannst ekki að hann vita mjög mikið.
1972 (málhafi f. í Kanada 1893, foreldrar úr Húnavatnssýslu)
(34) Að mér fannst að Gunna systir mín koma til mín.
1972 (málhafi f. í Kanada 1898, foreldrar úr Borgarfirði og Eyjafirði)
(35) þá kalla ég á fósturforeldra mína, sem mér fannst að vera að standa
í eldhúsinu.
1972 (málhafi f. í Kanada 1902, foreldrar úr Austur-Skaftafellssýslu)
(36) Og ég var þar bara hálfan annan mánuð því að bróður mínum fannst
að hann vinna mér of hart.
1982 (málhafi f. á Akranesi 1898, foreldrar úr Borgarfirði)
(37) og mér sýnist að strákurinn vera þreyttur.
2013 (málhafi f. í Kanada 1936, báðir foreldrar alíslenskir)
Þessi dæmi sýna glöggt að bland aða setningagerðin hefur lifað góðu lífi í
vestur íslensku a.m.k. fram á síðasta fjórðung 20. aldar, og er með ein-
hverju lífsmarki enn.
Að lokum má nefna að engin dæmi um blönduðu setningagerðina
finn ast í 21. aldar textum í Markaðri íslenskri málheild (4g), og einu
dæmin sem Google finnur á vefnum eru annaðhvort úr gömlum textum
eða augljósar villur.13
2.4 Landfræðileg dreifing
Forvitnilegt væri að kanna landfræðilegan uppruna og dreifingu blönd -
uðu setninga gerðar innar, en vegna þess hve 19. aldar dæmi um hana eru
fá er erfitt að slá nokkru föstu þar um. Dæmin í bréfasafninu eru frá bréf-
riturum víða að; vissulega er stór hluti þeirra úr Þingeyjar- og Múla sýsl -
Setningarugl? 65
13 Þar við bætast örfá dæmi um tengdar nafnháttarsetningar með frumlagi á eftir álits-
og yfirlýsinga sögnum eins og segja og telja, en eins og vikið er að í 3.4 örlar þar e.t.v. á setn-
ingafræðilegri breytingu.