Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 69
hann tengda persónuháttarsetningu í staðinn (40a), en í hitt skiptið
ótengda nafnháttarsetningu (40b).
Annað athyglisvert dæmi sem bendir eiginlega í þveröfuga átt er að
finna í bók inni Landsins útvöldu synir þar sem birt eru sýnis horn af ís -
lensku ritgerðum skóla pilta í Lærða skólanum á árunum 1846–1904. Árið
1874 hefur eitt ritgerðarefnið verið (Bragi Þor grímur Ólafsson 2004:263,
265):
(41) „Hví leitast svo margir við að sýnast það, sem þeir eru eigi?“
Eins og gengur og gerist með slíkar ritgerðir eru sömu efnin lögð fyrir
aftur og aftur, en þremur árum seinna, 1877, er efnið orðað svo (2004:
267):
(42) „Hví leitast svo margir við að sýnast að vera það, sem þeir eru eigi?“
Ekki er gott að segja af hverju þessi breyting stafar — hvort þessar tvær
setninga gerðir hafa verið notaðar jöfnum höndum og tilviljun ráðið hvor
var notuð í hvert skipti, hvort annar kennari með aðra málvenju lagði
efnið fyrir í seinna skiptið, eða hvort málið — eða málstaðallinn — var að
breytast á þessum tíma. A.m.k. bendir þetta ekki til þess að amast hafi
verið við setningagerðinni í Lærða skólanum.
Áður var nefnt að blandaða setningagerðin kemur fyrir í skáld verkum
margra helstu rithöfunda þjóðarinnar kringum aldamótin 1900 og því
ekkert sem bendir til þess að rithöfundar hafi forðast hana sér stak lega eða
nokkuð hafi þótt athugavert við hana í byrjun 20. aldar. Viðhorfið hefur
þó greinilega breyst þegar kom fram á 20. öldina. Þannig segir Jakob Jóh.
Smári (1920:275): „Þetta ber að varast.“ Það er líka ljóst af orðum Björns
Guð finns sonar (1940:76) um „setninga rugl“ að hann fordæmir þessa
setn inga gerð, og skoð anir hans höfðu mikil áhrif á sínum tíma.
Að öðru leyti veit ég ekki til að mál fræð ingar hafi fjallað um blönduðu
setninga gerðina. Hins vegar rakst ég á athugasemd um hana í ritdómi um
bók séra Gunnars Bene dikts sonar, Í flaumi lífsins fljóta, frá 1977:
En aðeins á einum stað kann ég ekki við málfarið. Það er þar sem segir: „En
mig minnir fastlega, að það ekki vera spenvolga mjólkin úr kúnum, sem við
fengum, heldur væri hún flóuð“. Í minni sveit hygg ég að hefði verið sagt:
„að það væri ekki“ (Halldór Kristjánsson 1977).
Höfundur ritdómsins var fæddur í Önundarfirði 1910, en séra Gunnar
var fæddur 1892 á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Þarna er því nokkur
aldursmunur á rit höf undi og ritdómara; rithöfundurinn fæddur í upp hafi
Setningarugl? 69