Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 73
skilur eftir sig „spor“ (e. trace) sem táknað er með t á upphafsstað sínum
í frumlagssæti auka setn ingar innar. Færða frumlagið og sporið eftir það
eru svo sammerkt (e. co-indexed) með vísinum (e. index) i.
Önnur tegund nafnháttarsetninga er sú sem sagnir eins og lofa, leiðast
og skipa taka með sér:
(49) Hún lofaði að fara heim
(50) Henni leiddist að fara heim
(51) Hún skipaði honum að fara heim
Í þessum setningum eru engin rök fyrir lyftingu eins og í (48), heldur er
gert ráð fyrir að í frumlagssæti aukasetningarinnar sé nafnliður án hljóð -
forms, FOR (e. PRO) sem nafn liður í móðursetningu stýri (e. control).20
Þessi nafnháttarsambönd eru því nefnd stýrinafnhættir (e. control in -
finitives) (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 2005:418–421; 2007:412–416).
Nafn liðurinn sem stýrir FOR getur ýmist verið frumlag eins og í (49) og
(50) eða andlag eins og í (51).
Það er ljóst að í (49) er það sama persónan sem gefur loforðið og sú
sem á að fara heim, og í (50) er það sama persónan sem kærir sig ekki um
að fara og sú sem á að fara, þannig að þar stýrir frumlagið FOR. Í (51) er
það hins vegar ekki persónan sem gefur skipunina sem á að fara heim,
heldur sú sem tekur við skipuninni, og því er það and lagið sem stýrir
FOR í (51). Þetta er sýnt nánar í (52)–(54), þar sem vísar eru notaðir til
að sýna stýringu:
(52) Húni lofaði [að FORi fara heim]. — Hún fór heim.
(53) Hennii leiddist [að FORi fara heim]. — Hún fór heim.
(54) Hún skipaði honumi [að FORi fara heim]. — Hann fór heim.
Eins og (53) sýnir er fallið á frumlagi móðursetningarinnar óháð því hvaða
fall um sögn aukasetningarinnar tekur, öfugt við það sem er með lyftingar -
setningar.
Setningarugl? 73
20 Því hefur reyndar verið haldið fram (Boeckx og Hornstein 2006) að lyfting og
stýring í íslensku sé eitt og sama fyrirbærið; FOR sé ekki til og í þeim setningum þar sem
hér er gert ráð fyrir stýringu sé í raun um lyftingu að ræða. Hér er ekki rúm eða ástæða til
að rýna í röksemdir fyrir þeirri kenningu, enda hafa Hall dór Ármann Sigurðsson (2008)
og Bobaljik og Landau (2009) fært sannfærandi rök gegn henni.