Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 74
3.2 Rætur blönduðu setningagerðarinnar
Þegar sýnast og virðast taka með sér ótengdar frum lags lausar nafn háttar -
setningar eins og í (47) er frum lag móðursetningarinnar ættað úr frum -
lagssæti aukasetningar eins og sýnt er í (48b). Tengdar frumlags lausar
nafn háttar setningar eins og (46d), og (11)–(15) hér að framan, er þá hægt
að leiða út með sams konar lyft ingu úr tengdum nafnháttar setn ingum
með frum lagi, blönduðu setningagerðinni, eins og (55a–b) sýna:
(55) a. ___ virðist [að hún vera rík].
b. Húni virðist [að ti vera rík].
Samkvæmt þessu eru tengdu frumlagslausu nafnháttarsetningarnar eins
og (46d)/(55b) í raun bara ein birtingarmynd blönduðu setningagerðar-
innar þar sem nafnháttar setn ingin hefur frumlag. Frumlagslyftingin er
til í málinu hvort eð er, og tengd ar frum lags lausar nafnháttarsetningar
eins og (55b), og (11)–(15), verða til við það að henni er beitt á tengdar
nafnháttarsetningar með frumlagi eins og (55a), sem líka voru til í mál-
inu á þessum tíma eins og (9)–(10) sýna. Upphaf, blóma skeið, hnign un
og land fræði leg dreifing beggja setn ingagerða fer líka nokkurn veginn
saman.
Þrátt fyrir yfirborðsmun er því enginn vafi á að tengdar nafn háttar -
setningar með sýnast og virðast eru af sama toga hvort sem þær hafa að
geyma frum lag eða ekki. Og raunar tel ég að tengdu frumlagslausu nafn-
háttarsetningarnar, sem og breytingar á merk ingu og notkun sagnanna
sýnast og virðast, séu forsenda fyrir tilurð blönduðu setn inga gerðarinnar.
Í fornu máli má finna örfá dæmi þar sem sýnast og virðast taka með sér
tengda frum lags lausa nafnháttarsetningu:
(56) En ef mér sýnist að veita þér lið þá munum við vel mega tala um það
síðar.
Brennu-Njáls saga, Íslendinga sögur (1985–1986:266)
(57) að allsvaldandi guð virtist að líta miskunnaraugum á þann lýð er
Ísland byggði.
Þiðranda þáttur, Íslendinga sögur (1985–1986:2255)
En þótt sýnast og virðast séu frumlagslyftingarsagnir í nútímamáli eins og
sýnt er í 3.1 finnast engin dæmi sem sýna ótvírætt fram á frumlagslyftingu
með þessum sögn um í fornu máli. Í (56) og öðrum setningum með sýnast
er aukafallsfrumlag fyrir hendi í móðursetningunni og frum lags lyfting
Eiríkur Rögnvaldsson74