Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 75
kemur því ekki til greina þar eð forsenda hennar er að móðursetningin sé
frumlagslaus.
Hins vegar væri hugsanlegt að líta svo á að frumlagslyfting væri með
virðast í (57), sbr. (58a), en merking setningarinnar mælir gegn því. Nokk -
uð ljóst er að virðast merkir hér (eins og yfirleitt í fornu máli) ‘þóknast’,
‘láta svo lítið að’, ‘telja þess virði að’ eða eitthvað í þá átt. Að öllum líkind-
um voru sýnast og virðast stýrisagnir í fornu máli en ekki lyft ingar sagnir.
Formgerð (57) væri þá (58b) frekar en (58a).
(58)a. allsvaldandi guði virtist [að ti líta miskunnaraugum á þann lýð].
b. allsvaldandi guði virtist [að FORi líta miskunnaraugum á þann lýð].
Svipuð dæmi má finna í ýmsum ritum allt fram á síðustu tugi 18. aldar og
virðist lítill vafi á að þau beri að túlka á sama hátt:
(59) fær hann þaa at litha dyrdar verck almatthogs gvdz er hann virthezt
at veitha sinvm astvin.
Loth (1969:323): Georgius saga, Reykjahólabók, f.hl. 16. aldar
(60) Dásamleg gæska Guðs er það að hann virtist að skapa og mynda
vort hold og bein.
Gerhard (2004:70) Fimmtíu heilagar hugvekjur, 1630
(61) En hinn náðugi Guð virðist að varðveita sín börn.
Jón Vídalín (1995:559–560) Vídalínspostilla, 1720
(62) að hinn sanni Guð vor faðir virðist að blessa oss öllum föðurlandið.
Eggert Ólafsson (1999:100) Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu ...,
1760
(63) hvar til hann virðist að leggja til sitt fulltingi.
Jón Steingrímsson (1913–1916:256) Æfisaga, um 1790
Athyglisvert er að þessi dæmi fjalla öll um guð og er nokkuð ljóst að
merking virðast er þar ‘láta svo lítið að’ eða eitthvað í líkingu við það.
Í Fimmtíu hugvekjum (Gerhard 2004) frá fyrri hluta 17. aldar er þó
einnig að finna dæmi með sýnast sem ekki er eins aug ljóst hvernig beri að
túlka; og í ýmsum ritum frá 17. og 18. öld má finna dæmi um bæði sýnast
og virðast þar sem vafi leikur á um setn inga gerðina og hugs an lega er um
lyft ingu að ræða:
Setningarugl? 75