Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 77
og virðast í (70) merki ‘rís undir því að vera’ eða eitthvað í þá átt og sé
einnig stýrisögn.
3.3 Endurtúlkun
Erfitt eða ómögulegt er að skera úr um túlkun ýmissa setninga á við (69)–
(70), enda er það einmitt lykil atriðið: Setn ingar af þessu tagi, og e.t.v. líka
sumar setninganna í (59)–(68), eru tví ræðar bæði að merkingu og setn-
ingafræðilegri formgerð. Slík tví ræðni er nauðsyn leg forsenda endur -
túlkunar (e. reanalysis) sem er oft talin ein helsta ástæða setninga fræði -
legra breytinga.
Endurtúlkun byggist á því að flutningur málkerfis milli kynslóða mál-
notenda er óbeinn; barn á máltökuskeiði hefur engan beinan aðgang að
málkerfi foreldranna, heldur eingöngu að frálegð þess — málinu sjálfu. Út
frá því — og meðfæddri mál kunn áttu — þarf barnið svo að byggja upp sitt
eigið málkerfi. Þessu er oft lýst með líkan inu á Mynd 2 sem er upprunnið
hjá Andersen (1973:767):
Mynd 2: Líkan Andersens af flutningi tungumáls milli kynslóða
Vegna þess að málkerfið flyst ekki beint milli kynslóða, heldur verður allt-
af að fara um millilið, er hugsanlegt að Málkerfi 2 verði ekki nákvæm
eftir mynd af Málkerfi 1. Ef einhverjar setningar eða setningagerðir er að
finna í Máli 1 sem hægt er að túlka á fleiri en einn veg er sá möguleiki allt-
af fyrir hendi að Málkerfi 2 sé byggt upp út frá annarri túlkun en þeirri
sem Málkerfi 1 notaði við „framleiðslu“ setninganna eða setn inga gerð -
anna. Um endurtúlkun hefur mjög mikið verið skrifað undanfarna áratugi,
og má t.d. vísa á Timberlake (1977), Lightfoot (1979) og Roberts (2007).22
Setningarugl? 77
22 Þótt hér sé gert ráð fyrir að endurtúlkun verði við flutning málsins milli kynslóða
er ekki þar með verið að útiloka að málnotendur geti breytt máli sínu, og endurtúlkað
ákveðnar setningagerðir, síðar á lífs leiðinni. Gagnlega umræðu um margt af þessu tagi má
finna hjá Margréti Guðmundsdóttur (2008).