Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 78
Þótt útilokað sé að fullyrða nokkuð um þetta tel ég líklegt að rætur
blönduðu setn inga gerðarinnar liggi í tvíræðni setninga á við (59)–(70).
Bæði stýrinafnhættir og lyft ingar nafnhættir voru til í málinu á 17. og 18.
öld, málnotendur þekktu báðar gerðirnar, og einhverjar setningar í mál-
umhverfi þeirra gátu samrýmst þeim báðum. Tilgáta mín er því að setn-
ingar eins og (71a) í Máli 1, sem Málkerfi 1 myndaði sem stýrinafnhætti,
hafi verið endurtúlkaðar sem lyftingarnafnhættir eins og (71b) í Málkerfi 2:
(71) a. Hanni virðist [að FORi sonh ...].
b. Hanni virðist [að ti sonh ...].
Þar með flytjast sýnast og virðast úr hópi stýrisagna yfir í hóp lyftingar-
sagna, og þá skap ast einnig forsendur fyrir lyftingu úr ótengdum nafn-
háttarsetningum með þessum sögnum, þ.e. setn ingum eins og (72):
(72)a. ___ virðist [hann sonh ...].
b. Hanni virðist [ti sonh ...].
Setningagerðin (72a) var til í fornu máli, eins og (7b) og (8b) sýna, en setn-
inga gerðin (72b), þar sem sýnast og virðast taka með sér ótengda frumlags-
lausa nafn háttar setningu, kemur ekki fyrir í fornu máli. Slíkar setningar
fara hins vegar að sjást á 17. öld:
(73) þeirra sjálfræði sýndist hafa verið í annara valdi.23
Jón Ólafsson (1908–1909:104) Æfisaga, 1661
(74) því þat sýndist hafa nockra samlíkíng með því stande.
Holberg (1948:247) Nikulás Klím, 1745
(75) að hann virðist farsæla ráðahag ykkar sem sýnast vera hvört öðru
útvalin besti ekta maki.
Eggert Ólafsson (1999:76) Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu
..., 1760
Sárafáar slíkar setningar hafa þó fundist frá því fyrir 1800, og þeim fer
ekki að fjölga að ráði fyrr en um og eftir miðja 19. öld.
Eftir þá endurtúlkun sem hér er gert ráð fyrir líta málnotendur svo á
að setningagerðir eins og (71b), sem er gömul í málinu, og (72b), sem er
nýjung og bygg ist á endur túlkun hinnar fyrrnefndu, séu af sama toga;
Eiríkur Rögnvaldsson78
23 Þetta er samsvarandi setning og (66). Sú setning er tekin úr annarri útgáfu ævi -
sögunnar sem er sögð gerð eftir eldra handriti en fyrsta útgáfa sem þessi setning er tekin
úr. Þetta dæmi gæti því verið töluvert yngra en frá 1661.