Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 81
Hér bregður svo við að slæðingur finnst af dæmum um frumlag í nafn-
háttar setning unum, eink um með segja en einnig með telja og fleiri sögn-
um og sagnasamböndum af sama merk ingar sviði:25
(81) Valgerður sagði að það vera þægilegt að afhenda Jóni lyklana.
Morgunblaðið 16. júní 2006, bls. 10
(82) þó að þeir telji að það vera heldur seint á ferðinni.
24 stundir 14. maí 2008, bls. 2
(83) Þeir felldu hann af því að þeir héldu að hann vera með her.
DV 12. nóvember 1990, bls. 4
Dæmin sem ég hef fundið um þetta á Tímarit.is skipta tugum — nær öll
frá því eftir 1990. Þessi dæmi samrýmast ekki minni málkennd og fyrir
fram hefði ég hiklaust litið á þau sem villur. Það er vel trúlegt að sum
þeirra — e.t.v. flest — séu það í raun.
Samt finnst mér dæmin of mörg og of einsleit til að hægt sé að líta
algerlega fram hjá þeim. Það er mögulegt að hér sé málbreyting að hefjast
— ný setningagerð að verða til (fremur en gömul setningagerð að vakna til
lífs á ný við breyttar að stæður). Það er hins vegar of snemmt að spá um
það hvernig þessi nýjung (ef þetta er nýj ung) eigi eftir að þróast — hvort
hún nái einhverju flugi eða koðni niður aftur.
3.5 Formgerð blönduðu setningagerðarinnar
Ekki er óeðlilegt að ætla að formgerð blönduðu setningagerðarinnar sé á
einhvern hátt önnur en bæði tengdra persónuháttarsetninga og ótengdra
nafnháttar setninga. Ef neitun og önnur setningaratviksorð koma fyrir í
ótengdum setningum með þeim sögn um sem tóku með sér blönduðu
setn ingagerðina fara þau jafnan á undan sögninni, eins og (84a) sýnir.
Taki þessar sagnir á hinn bóginn með sér tengda setningu með pers ónu -
háttarsögn stendur sögnin á undan neitun og öðrum setningaratviks orð -
um eins og sést í (84b):
(84)a. Mér sýndist [hún ekki vera/*vera ekki glöð].
b. Mér sýndist [að hún *ekki væri/væri ekki glöð].
Setningarugl? 81
25 Þar má nefna benda á, fullyrða, greina frá, hafa eftir, halda (fram), leggja áherslu á,
ljúga, lýsa yfir, neita og viðurkenna. Tvímyndir geta staðið með sumum þessara sagna og
sambanda en öðrum ekki.