Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 83
(86) og í raun og veru fynnst mjer að jeg ekki geta elskað neina stúlku
hjeðan af.
Akureyri, 1877 (bréfritari úr Norður-Þingeyjarsýslu, f. 1854)
(87) mér fanst helzt á honum, að hann ekki vera sem ánægðastur yfir
atferli mínu.
Lögberg 30. júní 1910, bls. 6
(88) mjer sýndist að hún ekki vera aðfram komin.
Morgunblaðið 18. október 1931, bls. 10
Nóg er af dæmum af þessu tagi, og dæmi finnast einnig um önnur setn-
ingaratviksorð á undan sögn inni, s.s. vel og oft:
(89) í annan stað finst mjer að þú vel hafa getað sneitt hjá að láta skoðun
þína í ljós.
Reykjavík, 1882 (bréfritari f. í Eyjafirði 1856); Sigrún Sigurðardóttir
(1999:186)
(90) Mér finnst að hann oft ekki vera með réttu ráði.
Þjóðviljinn 7. febrúar 1940, bls. 2
Í (90) eru m.a.s. tvö atviksorð milli frumlagsins og nafnháttar sagnar -
innar.27
Ef að hefur sömu stöðu í formgerð blönduðu setningagerðarinnar og
í tengdu pers ónu háttar setningunum mætti einnig búast við að frumlagið
væri á sama stað í báðum setningagerðum; og þá ætti kjarnafærsla að ganga
í blönduðu setningagerðinni. En var einhver setninganna í (91) tæk í máli
þeirra sem notuðu þessa setningagerð?
Setningarugl? 83
27 Hér má nefna að í stýrinafnháttum stendur sögnin á undan neitun og öðrum setn-
ingaatviksorðum, öfugt við það sem er í ótengdum nafnháttarsetningum eins og (84a) og
(86–90) (sjá t.d. Höskuld Þráins son 2005:418–421; 2010:1081):
(i) Ég lofaði [að FOR fara ekki/*ekki fara heim].
Ef sýnast og virðast voru stýrisagnir í fornu máli en hafa verið endurtúlkaðar sem lyfting-
arsagnir mætti búast við að innbyrðis röð neitunar og sagnar hefði breyst; neitunin hefði
áður staðið á eftir nafn háttar sögninni en stæði nú á undan eins og í (86)–(90). Þessar sagn-
ir eru ekki algengar í fornu máli og því erfitt að finna dæmi sem skera úr um þetta, en í
eftirfarandi setningu fer neitun þó a.m.k. á eftir sögn:
(ii) og sýndist mér að gera eigi meira að í þessu sinni.
Þorvarðar þáttur krákunefs, Íslendinga sögur (1985–1986:2337)