Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 86
ingar atviksorð) eru svo viðhengi — við tíðarlið í tengdum persónuháttar-
setningum en við sagnlið annars.
Hér er hvorki rúm né ástæða til að fara út í nánari lýsingu á þessari
formgerð, eða rökstuðning fyrir henni, en látið nægja að vísa til Höskuldar
Þráinssonar (2007, 2010) og Ásgríms Angantýssonar (2001, 2007).30
Samkvæmt þessari greiningu geta aukasetningar í nútímamáli verið
ýmist tengiliðir (TL) eða tíðar liðir (TíðL). Á tíma blönduðu setninga-
gerðarinnar gátu þær að auki verið samræmis liðir (SamrL), en sá mögu-
leiki virðist ekki lengur vera fyrir hendi. Ástæða þess er óljós. Yfir leitt
fara aukatenging, frumlag og nafnháttarsögn ekki saman, og hugsan lega
er það mark aður möguleiki að aukasetningar séu samræmisliðir. En einnig
er trúlegt að málfélagslegar ástæður, s.s. viðhorf til setningagerðarinnar,
hafi haft áhrif; um það er fjallað í 2.5.
4. Lokaorð
Meginniðurstöður athugunarinnar eru þessar:
Kringum aldamótin 1800 fara að koma fram dæmi þar sem að-setn-
ingar með frum lagi og nafnháttarsögn fara á eftir tilfinninga- og skynjun-
arsögnum. Á eftir sýnast og virðast eru þessar setningar stund um frum-
lagslausar, þannig að nafnháttarsögnin kemur strax á eftir að, en það má
rekja til frumlagslyftingar úr nafnháttarsetningunni.
Upphaf þessarar setningagerðar, sem hér er kölluð blandaða setninga-
gerðin, má rekja til endurtúlkunar á sögnunum sýnast og virðast sem
frumlagslyftingarsögnum í stað stýrisagna. Þessi endurtúlkun virðist verða
seint á 18. öld og leiðir til þess að sagnirnar geta farið að taka með sér
tengdar nafnháttar setn ingar með frumlagi en ekki bara ótengdar eins og
áður; aðrar sagnir af svipuðu merk ingar sviði koma svo á eftir. Trúlegt er
að formgerð blönduðu setningagerðarinnar hafi verið sérstök að ein hverju
leyti — viðameiri en ótengdra nafnháttarsetninga en rýrari en tengdra
persónu háttar setninga. Dæmin eru þó það fá að erfitt er að fá glögga
mynd af þessu, því að fátt er um málhafa til að meta setningar — þótt ein-
hverjir kunni enn að finnast í Vestur heimi.
Þessi setningagerð er mest áberandi um aldamótin 1900 en dæmum
fækkar mjög þegar líður á öldina og eru nær horfin um 1980. Setn inga -
Eiríkur Rögnvaldsson86
30 Skoðanir á því hvernig form gerð íslenskra auka setninga sé, og hvert sé eðli og lend-
ingarstaður sagn færslu, eru mjög skiptar. Um aðrar hugmyndir sjá t.d. Wiklund o.fl.
(2007, 2009).