Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 102
viðskeytum (leikendur, disketta), í skammstöfunum (KEA), í töku-
orðum (vonlaust keis, ókei) og í erlendum nöfnum sem eru notuð í
íslensku (Kenía, Genúa, Cayman).13
c. Á undan /æ/ í rótum erfðarorða eru gómlokhljóðin jafnan fram-
gómmælt (kæra, gæra) en hins vegar verður ekki framgómun þar
sem [ai] (eða [aj]) verður til í tvíhljóðaframburði (kagi, gagi, skagi).
Framgómun verður ekki heldur á undan /æ/ í tökuorðum (kæi, gæi,
gæd).
Eins og sjá má af þessu koma framgómmælt lokhljóð aðeins fyrir á undan
/æ/ í rótum erfðarorða. Vegna þessa hafa margir hljóðkerfisfræðingar
litið svo á að framgómun á undan /æ/ geti ekki verið virkt ferli í íslensku
nútímamáli, enda ekki við því að búast þar sem fyrri hluti tvíhljóðsins er
alls ekki frammælt hljóð. Þar liggur beint við að líta svo á að þessi orð hafi
verið endurtúlkuð þannig að þau inni haldi /j/ á eftir gómhljóðinu, líkt og
orðin kjör, gjörn, kjammi, gjamma o.s.frv., þótt þetta /j/ sé ekki sýnt í
stafsetningunni á undan /æ/.
Málið liggur ekki eins ljóst fyrir varðandi /e, ei/. Þar eru til býsna
gamlar „undantekningar“ frá framgómun, svo sem í orðinu orgel, sem
flestir bera fram með uppgómmæltu lokhljóði þótt framburður með fram -
gómmæltu lokhljóði hafi lengi verið til (sjá t.d. Björn Guðfinnsson 1946:
121, 129 o.v.). Ýmiss konar tilbrigði eru líka til í framburði tökuorða og
erlendra landfræðiheita með /e, ei/, eins og áður er nefnt. Bent hefur
verið á að því lengur sem slík orð hafa verið í málinu, því líklegra sé að þau
fái framgómmælt lokhljóð. Þegar ég var að alast upp var geim í bridds allt-
af borið fram með uppgómmæltu [k], en ég myndi frekar segja orðið geim
í merkingunni ‘gleðskapur’ með framgómmæltu [c] (sbr. hina þekktu línu
í söngtexta Valgeirs Guðjónssonar „Þetta er búið að vera eitt brjálæðislegt
geim“) þótt ýmsir kunni að hafa uppgómmælt lokhljóð í því orði (sbr.
handbók Kristjáns 2005:251 og 252). Orð eins og parkett og verkefni heyr -
ast líka oft borin fram með framgómmæltu lokhljóði nú á síðari árum.
Hér má líka nefna Keikó heitinn, en nafn hans mun stundum hafa verið
borið fram með uppgómmæltu lokhljóði í framstöðu þegar hann kom
fyrst til landsins, en þegar nafnið var búið að vera nógu lengi í fréttum og
hvalurinn orðinn óskabarn þjóðarinnar varð lokhljóðið frekar framgóm-
Höskuldur Þráinsson102
13 Þetta getur þó verið með ýmsu móti, sbr. t.d. að líklega er almennt framgómmælt
hljóð í raketta (ólíkt disketta), sumir Norðlendingar hafa (höfðu) framgómmælt lokhljóð í
KEA og tökuorðin gettó, gel og geim bera sumir fram með framgómmæltu lokhljóði en
aðrir með uppgómmæltu. Nánar um þetta síðar.