Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 102

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 102
viðskeytum (leikendur, disketta), í skammstöfunum (KEA), í töku- orðum (vonlaust keis, ókei) og í erlendum nöfnum sem eru notuð í íslensku (Kenía, Genúa, Cayman).13 c. Á undan /æ/ í rótum erfðarorða eru gómlokhljóðin jafnan fram- gómmælt (kæra, gæra) en hins vegar verður ekki framgómun þar sem [ai] (eða [aj]) verður til í tvíhljóðaframburði (kagi, gagi, skagi). Framgómun verður ekki heldur á undan /æ/ í tökuorðum (kæi, gæi, gæd). Eins og sjá má af þessu koma framgómmælt lokhljóð aðeins fyrir á undan /æ/ í rótum erfðarorða. Vegna þessa hafa margir hljóðkerfisfræðingar litið svo á að framgómun á undan /æ/ geti ekki verið virkt ferli í íslensku nútímamáli, enda ekki við því að búast þar sem fyrri hluti tvíhljóðsins er alls ekki frammælt hljóð. Þar liggur beint við að líta svo á að þessi orð hafi verið endurtúlkuð þannig að þau inni haldi /j/ á eftir gómhljóðinu, líkt og orðin kjör, gjörn, kjammi, gjamma o.s.frv., þótt þetta /j/ sé ekki sýnt í stafsetningunni á undan /æ/. Málið liggur ekki eins ljóst fyrir varðandi /e, ei/. Þar eru til býsna gamlar „undantekningar“ frá framgómun, svo sem í orðinu orgel, sem flestir bera fram með uppgómmæltu lokhljóði þótt framburður með fram - gómmæltu lokhljóði hafi lengi verið til (sjá t.d. Björn Guðfinnsson 1946: 121, 129 o.v.). Ýmiss konar tilbrigði eru líka til í framburði tökuorða og erlendra landfræðiheita með /e, ei/, eins og áður er nefnt. Bent hefur verið á að því lengur sem slík orð hafa verið í málinu, því líklegra sé að þau fái framgómmælt lokhljóð. Þegar ég var að alast upp var geim í bridds allt- af borið fram með uppgómmæltu [k], en ég myndi frekar segja orðið geim í merkingunni ‘gleðskapur’ með framgómmæltu [c] (sbr. hina þekktu línu í söngtexta Valgeirs Guðjónssonar „Þetta er búið að vera eitt brjálæðislegt geim“) þótt ýmsir kunni að hafa uppgómmælt lokhljóð í því orði (sbr. handbók Kristjáns 2005:251 og 252). Orð eins og parkett og verkefni heyr - ast líka oft borin fram með framgómmæltu lokhljóði nú á síðari árum. Hér má líka nefna Keikó heitinn, en nafn hans mun stundum hafa verið borið fram með uppgómmæltu lokhljóði í framstöðu þegar hann kom fyrst til landsins, en þegar nafnið var búið að vera nógu lengi í fréttum og hvalurinn orðinn óskabarn þjóðarinnar varð lokhljóðið frekar framgóm- Höskuldur Þráinsson102 13 Þetta getur þó verið með ýmsu móti, sbr. t.d. að líklega er almennt framgómmælt hljóð í raketta (ólíkt disketta), sumir Norðlendingar hafa (höfðu) framgómmælt lokhljóð í KEA og tökuorðin gettó, gel og geim bera sumir fram með framgómmæltu lokhljóði en aðrir með uppgómmæltu. Nánar um þetta síðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.