Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 105
(8) Ég tók aftur lýsistöflu í gær.
Þetta mætti líka skoða með tækjabúnaði sem skráir tungustöðu, ef menn
hefðu aðgang að slíkum tækjum. Þarna er þá á ferðinni sjálfvirk, hljóð -
fræðileg aðlögun sem er greinilega annars eðlis en hin „hefðbundna fram-
gómunarregla“ í íslensku. Af orðum Hauks (2013a:64) má reyndar skilja
að hann líti svo á að þessi framgómun yfir orðaskil sé hliðstæð við það
sem Eiríkur kallar hljóðfræðilega reglu. Þess vegna er samanburður hans
(s.st.) á framgómun á undan [i] og [ai] dálítið villandi, en hann er á þessa
leið (uppsetningu lítillega breytt hér):
(9) framgómun framgómun
á undan [i] á undan [ai]
a. Hljóðfræðilega eðlileg? já nei
b. Án undantekninga? já nei
c. Á við tökuorð? já nei
d. Án beygingarlegrar skilgreiningar? já nei
e. Áhrif á framburð erlendra mála? já nei
f. Getur virkað yfir orðaskil? já nei
g. Talhraði getur skipt máli? já nei
h. Getur orsakað millistig milli [k] og [c]? já nei
Þessi uppsetning sýnir ágætlega að meint framgómun á undan [ai] (eða
/æ/) er augljóslega annars eðlis en framgómun á undan [i], eins og þegar
hefur verið rakið. Hins vegar sé ég ekki betur en liðir f–h í fremri dálk-
inum eigi við það sem Eiríkur kallar hljóðfræðilega reglu en liðir a–e í
þeim dálki við það sem hann kallar hljóðkerfisreglu. Hefðbundin fram-
gómun á undan [i] (eða /i/), sem Eiríkur kallar hljóðkerfisreglu, virðist
ekki virka yfir orðaskil, hún er ekki háð talhraða og hún orsakar ekki
millistig á milli [k] og [c]. Hljóðfræðilega aðlögunin hefur aftur á móti öll
þessi einkenni (þ.e. einkenni f–h).
Nú finnst kannski einhverjum að þessi munur á hljóðkerfislegri fram-
gómun og hljóðfræðilegri framgómun (eða aðlögun) sé ekki mjög skýr.
Hljóðfræðilega aðlögun svipaða því sem nú var lýst fyrir íslensku má þó
finna í mörgum tungumálum og þá er hún í sumum tilvikum mjög skýrt
aðgreind frá annars konar framgómun. Þannig er það t.d. í færeysku. Þar
veldur hefðbundin framgómun því að í stað uppgómmæltra lokhljóða
koma tannbergs-framgómmælt hálflokhljóð (e. alveopalatal affricates).18
Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 105
18 Hálflokhljóð hafa stundum verið nefnd tvæhljóð og tvinnhljóð í íslensku.