Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 106
Nokkur dæmi eru sýnd í (10) og þar eru þeir bókstafir feitletraðir sem
tákna hljóðin er skipta máli (sjá t.d. Höskuld Þráinsson o.fl. 2012:42, 46;
sbr. líka Kristján Árnason 2011:114, 116–117; Adams og Petersen
2014:656–659). Í a-dæmunum er hefðbundin framgómun, í b- og c-dæm-
unum ekki. Orðin í c-liðnum eru tökuorð eða erlend orð:
(10)a. kyn [ʧhiːn], kirkja [ʧhɪɻ̥ʧa], keypa [ʧhɛiːpa] ‘kaupa’, gil [ʧiːl], gifta
[ʧɪfta], geva [ʧeːva], genta [ʧɛta]
b. kavi [khɛa:vɪ] ‘snjór’, kasta [khasta], kúla [khʉuːla], kíli [khʊiːlɪ]
‘kíll, fleygur’, gaman [kɛaːman], garmur [kaɹmuɹ] ‘hundur’, gás
[kɔa:s] ‘gæs’, gor [koːɹ]
c. gir [kiːɹ] ‘gír’, gittari [kɪhtaɹɪ] ‘gítar’, Kina [khiːna], Kingo [khɪŋkɔ]
Þótt afleiðing framgómunarinnar sé annars konar hljóð en í íslensku
minnir umhverfið í fljótu bragði á það íslenska: Framgómun hefur hér
orð ið á undan frammæltu sérhljóðunum [iː, ɪ, e:, ɛ, ɛiː] en ekki á undan
uppmæltum sérhljóðum eins og [a, ʉuː, ɔa:, oː] til dæmis. Hér má þó
benda á að þessi framgómun verður ekki í orðum eins og kíli þótt sér-
hljóðið þar eigi rætur að rekja til hljóðs sem var nálægt og frammælt, eins
og stafsetningin bendir til. Þar er nú tvíhljóð með uppmæltu upphafi svo
þetta er kannski ekki að undra. En þá kemur kannski á óvart að framgóm-
un verður ekki á undan [ɛ] þegar það er hluti af tvíhljóðinu [ɛa:] (sbr. kavi,
gaman) en aftur á móti verður framgómun á undan sama hljóði þegar það
er hluti af tvíhljóðinu [ɛiː] (keypa) eða er einhljóð (ketta, genta). Síðan
verður ekki hefðbundin framgómun í tökuorðum eða erlendum orðum,
ekki einu sinni þegar nálægu hljóðin [iː, ɪ] fara á eftir gómhljóðinu í orð -
um sem lengi hafa verið í málinu (eins og nafn sálmaskáldsins Kingos).
Af þessum undantekningum má sjá að hin hefðbundna framgómun í
færeysku lýtur ekki hreinum hljóðfræðilegum skilyrðum. En hvað verður
þá um öll þessi „uppgómmæltu“ hljóð á undan frammæltu sérhljóðunum?
Jú, svarið er að þótt frammæltu sérhljóðin í b- og c-liðum valdi ekki ekki
hinni hefðbundnu færeysku framgómun þá valda þau hljóðfræðilegri
fram gómun, þ.e. þau hljóð sem hér eru flokkuð sem uppgómmælt eru ekki
mynduð eins aftarlega í munni og uppgómmælt lokhljóð á undan upp -
gómmæltum sérhljóðum (sjá t.d. Höskuld Þráinsson og félaga 2012:46). Ég
sé ekki betur en þetta sé alveg sams konar fyrirbæri og Eirík ur ræddi um í
sinni grein (1983) í tengslum við orðmyndir eins og sagði þegar /ð/ er fellt
brott og eins og áður sagði tel ég þetta vera sama eðlis og þá „framgómun“
sem Haukur (2013a) telur verða á undan [i] yfir orða skil í íslensku. Í báðum
tilvikum er um að ræða hreina hljóðfræðilega eða hljóðmyndunarlega aðlög-
Höskuldur Þráinsson106