Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 109
Þetta má t.d. sjá af eftirfarandi vísubroti Sigurðar, sem kv-mönnum eins
og mér finnst rangstuðlað eins og fram kemur í (12a) (þ.e. höfuðstaf vant -
ar) en hlýtur að hafa verið eðlilegt í eyra (og munni) Sigurðar eins og sýnt
er í (12b): (sjá líka Höskuld Þráinsson 1981:113):
(12) a. Sunna háa höfin á [h] [h]
*hvítum stráir dreglum. (enginn höfuðstafur í kv-framburði)
b. Sunna háa höfin á [h] [h]
hvítum stráir dreglum [x] (höfuðstafur í hv-framburði)
Samkvæmt mínu brageyra er stuðlatilraun Sigurðar í þessu vísubroti alveg
jafnslæm og (13a) en (13b) væri aftur á móti alveg eðlileg stuðlun (hér er
notuð hefðbundin hljóðritun):
(13) a. Sunna háa höfin á [h] [h]
*kátum stráir dreglum. (enginn höfuðstafur)
b. Sunna háa höfin á [h] [h]
hlýjum stráir dreglum. []
Ef stafsetning skipti einhverju máli í þessu sambandi ætti (12a) að vera
ásættanlegra dæmi fyrir kv-menn en (13a) en ég finn engan mun á þessu
tvennu. Og ef ég gæti stuðlað hv- á móti h-, rétt eins og þeir geta sem hafa
hv-framburð, ætti mér að finnast vera ofstuðlun í Sólin klár á hveli heiða
en ég hef aldrei haft neina tilfinningu fyrir því (og hélt reyndar upphaf-
lega að þessi lína sýndi að Sigurður Breiðfjörð hefði haft kv-framburð eins
og ég).
Haukur nefnir fáein atriði (2013a:73–74) til að styðja þá hefðar- og
stafsetningarskýringu sem hann aðhyllist í tilvikum af þessu tagi. Hann
vitnar í fyrsta lagi í ummæli sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2010:326)
hefur eftir Þórarni Eldjárn. Þar segir Þórarinn að hann forðist að stuðla
saman orð með hv- og orð með kv- þótt slík stuðlun væri í samræmi við
framburð hans. Þetta er auðvitað alveg skiljanleg afstaða hjá lærðum
manni sem þekkir tilbrigði í framburði og veit þar með að slík stuðlun
hentar ekki brageyra allra.22 Ef hv-stuðlun á móti h-orðum annars vegar
Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 109
22 Þegar Þórarinn segir aftur á móti að „máltilfinning“ hans segi honum að það væri rétt
að „stuðla hv alfarið við h“ en hann hafi ekki „dirfsku“ til þess hlýtur hann í raun og veru að
vera að tala um þekkingu á máli eða málsögu fremur en máltilfinningu. Ella þyrfti hann ekki
á neinni dirfsku að halda til að stuðla þannig eins og fjölmörg skáld gera og hafa gert, t.d.
Sigurður Breiðfjörð. Hann hefur líka sagt frá því annars staðar að líklega forðist hann
meðvitað að stuðla hv- á móti k-, eins og honum væri þó eðlilegt, af því að hann hafi endur
fyrir löngu lesið neikvæði ummæli eftir Jón Helgason prófessor um þess háttar stuðlun.