Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 116

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 116
firrtara, meira abstrakt) en það, en það gerir ekkert til. Allt frá 6. áratug síðustu aldar hafa verið tínd til rök sem benda til þess að hin hefðbundna skilgreining fónems sem margir formgerðarstefnumenn aðhyllast dugi skammt til að gera grein fyrir reglulegum hljóðkerfislegum fyrirbærum (sjá t.d. yfirlit hjá Anderson 1985:314 o.áfr.). Svipað á við um þá greiningu á stuðlun hj-, hl-, hn- og hr-orða sem hér er sett fram, en hún er í samræmi við það sem Eiríkur Rögnvaldsson (1993, 2013) og Gunnar Ólafur Hansson (2013) hafa lagt til: Öll þessi orð innihalda fónemið /h/ þótt það komi ekki alltaf fram og þess sjái stund- um aðeins stað í afröddun eftirfarandi hljómenda. Slík greining er aug- ljóslega fjær yfirborðinu en ýmsir myndu vilja sætta sig við en þó ekki til- takanlega hlutfirrt og í raun ekki eins fjarlæg yfirborðinu og algengar íslenskar hljóðritunarvenjur benda til. Mér sýnist aftur á móti erfiðast að skýra stuðlun hv-orða við önnur orð sem hefjast á h og þar er Hauki því nokkur vorkunn að grípa til hefðarreglu og vísa til stafsetningar (þótt mér sýnist hann reyndar vilja setja öll h-orð undir sama hatt í aðalatriðum að því er þetta varðar, líka þau þar sem hljóðfræðileg eða hljóðkerfisleg skýring er nærtækari). Hann gerir ráð fyrir því að upphaflega hafi öll orð sem nú eru stafsett með h- hafist á sama fónemi sem líklega hefur verið borið fram eitthvað í líkingu við [x] (2013a:73). Síðan breytist framburðurinn í flestöllum tilvikum en menn halda samt áfram að stuðla öll þessi orð saman vegna hefðar sem „viðhelst af því að menn þekkja gamlan kveðskap og fær stuðning af því að vera eðlileg frá sjónarmiði stafsetningarinnar“, eins og Haukur orðar það (s.st.) og vísar þar í svipaðar hugmyndir hjá Kristjáni Árnasyni (1991:14–15). En eins og Schulte bendir á í andmælum sínum (2013:219– 220) virðist þarna gert býsna mikið úr áhrifum stafsetningar ef haft er í huga að framan af öldum hafa mörg skáld og hagyrðingar líklega verið ólæs og óskrifandi og því trúlega ónæm fyrir áhrifum stafsetningar. Aftur á móti mætti snúa þessari röksemd við og segja sem svo: Af hverju veldur það yfirleitt engum erfiðleikum í stafsetningu að læra að skrifa öll þessi h- orð með h í upphafi? Er það ekki einmitt vegna þess að þau eiga eitthvað sameiginlegt frá hljóðkerfislegu sjónarmiði enn þann dag í dag? Í framhaldi af þessu er vert að minna á að margar rannsóknir hafa þótt benda til þess að við skynjum málhljóð öðruvísi en önnur hljóð.32 Hvernig við skynjum málhljóð ræðst að verulegu leyti af því hljóðkerfi sem við höfum tileinkað okkur en ekki einfaldlega af hljóðeðlisfræðilegum eigin- Höskuldur Þráinsson116 32 Ágætt yfirlit yfir grundvallaratriði talskynjunar má finna hjá Jörgen Pind (2005).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.