Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 116
firrtara, meira abstrakt) en það, en það gerir ekkert til. Allt frá 6. áratug
síðustu aldar hafa verið tínd til rök sem benda til þess að hin hefðbundna
skilgreining fónems sem margir formgerðarstefnumenn aðhyllast dugi
skammt til að gera grein fyrir reglulegum hljóðkerfislegum fyrirbærum
(sjá t.d. yfirlit hjá Anderson 1985:314 o.áfr.).
Svipað á við um þá greiningu á stuðlun hj-, hl-, hn- og hr-orða sem hér
er sett fram, en hún er í samræmi við það sem Eiríkur Rögnvaldsson
(1993, 2013) og Gunnar Ólafur Hansson (2013) hafa lagt til: Öll þessi orð
innihalda fónemið /h/ þótt það komi ekki alltaf fram og þess sjái stund-
um aðeins stað í afröddun eftirfarandi hljómenda. Slík greining er aug-
ljóslega fjær yfirborðinu en ýmsir myndu vilja sætta sig við en þó ekki til-
takanlega hlutfirrt og í raun ekki eins fjarlæg yfirborðinu og algengar
íslenskar hljóðritunarvenjur benda til.
Mér sýnist aftur á móti erfiðast að skýra stuðlun hv-orða við önnur
orð sem hefjast á h og þar er Hauki því nokkur vorkunn að grípa til
hefðarreglu og vísa til stafsetningar (þótt mér sýnist hann reyndar vilja
setja öll h-orð undir sama hatt í aðalatriðum að því er þetta varðar, líka þau
þar sem hljóðfræðileg eða hljóðkerfisleg skýring er nærtækari). Hann
gerir ráð fyrir því að upphaflega hafi öll orð sem nú eru stafsett með h-
hafist á sama fónemi sem líklega hefur verið borið fram eitthvað í líkingu
við [x] (2013a:73). Síðan breytist framburðurinn í flestöllum tilvikum en
menn halda samt áfram að stuðla öll þessi orð saman vegna hefðar sem
„viðhelst af því að menn þekkja gamlan kveðskap og fær stuðning af því
að vera eðlileg frá sjónarmiði stafsetningarinnar“, eins og Haukur orðar
það (s.st.) og vísar þar í svipaðar hugmyndir hjá Kristjáni Árnasyni
(1991:14–15). En eins og Schulte bendir á í andmælum sínum (2013:219–
220) virðist þarna gert býsna mikið úr áhrifum stafsetningar ef haft er í
huga að framan af öldum hafa mörg skáld og hagyrðingar líklega verið
ólæs og óskrifandi og því trúlega ónæm fyrir áhrifum stafsetningar. Aftur
á móti mætti snúa þessari röksemd við og segja sem svo: Af hverju veldur
það yfirleitt engum erfiðleikum í stafsetningu að læra að skrifa öll þessi h-
orð með h í upphafi? Er það ekki einmitt vegna þess að þau eiga eitthvað
sameiginlegt frá hljóðkerfislegu sjónarmiði enn þann dag í dag?
Í framhaldi af þessu er vert að minna á að margar rannsóknir hafa þótt
benda til þess að við skynjum málhljóð öðruvísi en önnur hljóð.32 Hvernig
við skynjum málhljóð ræðst að verulegu leyti af því hljóðkerfi sem við
höfum tileinkað okkur en ekki einfaldlega af hljóðeðlisfræðilegum eigin-
Höskuldur Þráinsson116
32 Ágætt yfirlit yfir grundvallaratriði talskynjunar má finna hjá Jörgen Pind (2005).