Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 127
elísa guðrún brynjólfsdóttir og
kristín lena þorvaldsdóttir
Að tengja saman epli og appelsínur
Aðaltengingar í íslenska táknmálinu
1. Inngangur
Íslenska táknmálið (ÍTM)1 er fyrsta mál um 300 döff Íslendinga (Skýrsla
nefndar um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins 2010:86).2
Þótt málsamfélag ÍTM sé fámennt gætir tilbrigða víða í málinu, t.d. í
setningagerð. Eitt þessara tilbrigða felst í ólíkum aðferðum við að tengja
saman setningarliði. Þessar aðferðir eru notkun táknanna OG, EN og
EÐA,3 notkun líkamsfærslna (e. body movements) og notkun svokallaðra
fingraraðhólfa (e. finger loci) og getur fjöldi aðferða í máli málhafa verið
ólíkur (þessi hugtök verða útskýrð hér á eftir).
Notkun líkamsfærslna og fingraraðhólfa eru taldar upprunalegar
leiðir ÍTM til að tengja saman setningarliði. Táknin OG, EN og EÐA
urðu hluti af orðasafni ÍTM vegna þess að kennarar heyrnarlausra barna
litu svo á að táknmálið vantaði aðaltengingar og því voru notuð tákn sem
stóðu fyrir íslensku aðaltengingarnar og, en og eða. Allt það í ÍTM sem
minnir á íslensku er af mörgum talið óæskilegt og af þeim sökum eru
táknin OG, EN og EÐA litin hornauga. Af samtölum okkar við málhafa
ÍTM og táknmálstúlka,4 auk reynslu okkar af málinu og þekkingar á því,
er augljóst að notkun táknanna OG, EN og EÐA er þrátt fyrir það mjög
Íslenskt mál 36 (2014), 127–137. © 2014 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Höfundar vilja koma á framfæri þökkum til Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðu manns
Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra og Rannveigar Sverris dóttur, lektors
í táknmálsfræði fyrir yfirlestur og gagnlegrar ábendingar. Athugunin var unnin innan verk-
efnisins Málfræðilegar formdeildir og hlutverksvarpanir með hliðsjón af miðlunarhætti sem var
styrkt af Rannsóknasjóði Íslands (RANNÍS).
2 Orðið döff vísar til heyrnarlausra og heyrnarskertra einstaklinga sem nota táknmál
til daglegra samskipta og samsama sig menningarsamfélagi heyrnarlausra.
3 ÍTM hefur ekki ritmál fremur en önnur táknmál. Venja er að rita tákn í ÍTM með
íslenskum orðum en þau eru þá skrifuð með hástöfum til aðgreiningar frá orðum. Þetta
kallast glósur (e. glosses).
4 Höfundar vilja þakka viðmælendum sínum, málhöfum og táknmálstúlkum fyrir
þeirra framlag.