Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 135
Margir af yngstu kynslóðinni líta öðrum augum á þessi tákn. Fólk af
þessari kynslóð lærði þessi tákn bæði af foreldrum sínum og kennurum
og lítur því svo á að þessi tákn séu hluti af eigin máli og að aðferð þess við
að tengja saman setningarliði sé ekki síðri en annarra. Þessir málhafar líta
ekki svo á að þeirra mál sé íslenskuskotið táknmál heldur ÍTM, líkt og
mál allra annarra málhafa þess. Orðsifjar þessara tákna telja þeir hluta af
sögu málsins og gera þeirra mál ekkert síðra en annarra.
Þrátt fyrir ólíkar skoðanir fólks á aðferðum við að tengja saman setn-
ingarliði er ÍTM ekki staðlað mál, þ.e. samfélagið hefur ekki komist að
sameiginlegri niðurstöðu um hvað megi nefna rétt mál og rangt. Hingað
til hafa þó t.d. aðaltengingarnar OG, EN og EÐA ekki verið kenndar á
táknmálsnámskeiðum við Háskóla Íslands og á Samskiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heyrnarskertra. Þar að auki eru táknmálstúlkar leiðréttir noti
þeir þessi tákn í túlkun og elstu og miðkynslóðinni er tíðrætt um notkun
yngstu kynslóðarinnar á þessum táknum. Það hefur því skapast ákveðin
hreintungustefna innan samfélagsins, án þess að málið hafi nokkurn staðal
til að miða við (sjá t.d. Rannveigu Sverrisdóttur 2010:93–95).
5. Lokaorð
Áhrif íslensku á ÍTM hafa lengi verið til umræðu innan táknmálssam-
félagsins og er notkun táknanna OG, EN og EÐA oft nefnd í þessu sam-
hengi enda eru til aðrar aðferðir við tengingu setningarliða í ÍTM, þ.e.
notkun líkamsfærslna og fingraraðhólfa. Markmið þessara skrifa var að
vekja athygli á þessari umræðu og gera grein fyrir þessum ólíku afbrigð -
um, uppruna þessara tákna, notkun þeirra og viðhorfum til þeirra. Við
teljum ljóst að táknin eigi uppruna sinn að rekja til þeirra kennsluaðferða
sem notaðar voru við kennslu heyrnarlausra barna hér á árum áður. Radd -
málsstefnan gerði það að verkum að börnin fengu enga kennslu í upp-
byggingu eigin máls, auk þess sem kennarar barnanna voru ómeðvitaðir
um málfræði ÍTM. Þetta olli því að yngsta kynslóðin lærði aðrar aðferðir
við að tengja saman setningarliði en fyrri kynslóðir. Það eru því skiptar
skoðanir innan táknmálssamfélagsins á því hvað er rétt mál, en fólk af
öllum þremur kynslóðum lítur á málið sem það talar sjálft sem rétt mál.
Þar sem ÍTM er ekki staðlað mál er spurning hvaða afbrigði verður hið
staðlaða form ef ÍTM verður einhvern tímann staðlað. Hlutverk Mál -
nefndar um íslenskt táknmál er m.a. „að vinna að samræmi í táknanotkun
og annarri stöðlun íslensks táknmáls sem tjáningarmiðils eftir því sem
Að tengja saman epli og appelsínur 135