Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 142

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 142
siðfræði og íþróttaorðræðugreiningar. Í grein Guðmundar og Ingólfs Ásgeirs spila kenningar, gagnaöflun og túlkun einkar vel saman — svo að notað sé orðalag úr heimi þróttanna. Í grein 4, sem höfundur skrifar einn, afmarkar hann sig við orðræðu um íþróttakonur og beitir aðferðum sögulegar og þemabundinnar orð - ræðugreiningar á svipaðan hátt og í grein 3 en fræðileg umfjöllun er ekki eins ítar- leg. Grein 5, sem höfundur skrifar ásamt Sigurði Konráðssyni, hefur að geyma fróðlegt dæmasafn um íþróttamálfar í fjölmiðlum en þar eru tengslin milli þeirra fræðilegu hugmynda sem ræddar eru í greininni og greiningar á gögnunum sjálf- um hins vegar ekki nógu markviss að mínu mati. Ég kem betur að því á eftir. Greinarformið setur höfundum að sjálfsögðu býsna stífar skorður um efnis- tök og rými í fræðilegum skrifum en hefðbundið doktorsritgerðarform býður hins vegar upp á hægari yfirferð og ítarlegri umfjöllun og greiningu. Þá kosti hefði mátt nýta betur í sjálfum ritgerðarhlutanum því að efnisleg skörun hans við greinarnar er býsna mikil. Þar við bætist að greinar 1 og 2 eru í aðalatriðum ensk og íslensk útgáfa af sömu greininni þannig að lesturinn í heild verður óneitanlega nokkuð endurtekningasamur. Á móti kemur að höfundur hefur smitandi áhuga á viðfangsefninu. 3. Fræðilegur bakgrunnur Höfundur segir á bls. 32: Íslenskir hugvísindamenn virðast í skrifum sínum hafa sýnt minni áhuga á íþróttum en aðrir fræðimenn. Það er að sumu leyti það sem tíðkast í öðrum vestrænum samfélögum, einkum í Evrópu. Í Bandaríkjunum eru íþróttir sem umfjöllunarefni hugvísindamanna umfangsmeiri og lengra komnar í flestum greinum. Í þessu sambandi er vitnað í grein Guðmundar Sæmundssonar og Júlían D‘Arcy frá 2004. Nú geri ég ráð fyrir að erlendar rannsóknir hafi að einhverju leyti verið kveikjan að doktorsverkefninu þótt það komi í sjálfu sér hvergi beinlínis fram. Lesandinn fær því ekki að vita hvers konar fræðilegar hugmyndir um íþrótta - umræðu og íþróttir sem menningarfyrirbæri höfundur lagði upp með í gagna- söfnuninni eða við hverju hann bjóst fyrirfram um einkenni íþróttaumfjöllunar í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum. Á blaðsíðu 64 eru dregnir saman í töflu þræðir tímaritsgreinanna fimm með tilliti til orðræðu um tilfinningar enda er meginniðurstaðan sú að umræða um íþróttir einkennist af tilfinningum og geðshræringum. Þarna er sýnt með krossum og skyggðum reitum hvernig tilfinningaleg meginstef annars vegar og jákvæð og neikvæð tilfinningaþemu hins vegar birtast í fræðigreinunum fimm, í mismiklum mæli þó. Þar má sjá að í siðfræðigreinunum koma fyrir flest stef og mynstur en í orðræðugreinunum og málfarsgreininni eru færri skyggðir reitir sem merkir vænt- anlega að þessir þættir eru ekki eins áberandi þar. Nú lágu að nokkru leyti mis- Ásgrímur Angantýsson142
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.