Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 146
Íslenskt mál 36 (2014), 146–153. © 2014 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
guðmundur sæmundsson
Tilfinningar í íþróttamálfari fjölmiðla
Andsvar við ritdómi (andmælum)
Ásgríms Angantýssonar
1. Markmið
Markmið doktorsrannsóknar minnar var að draga saman þekkingu um umfjöll-
unina um íþróttir í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum. Rannsóknin hverfist
um aðalspurningu sína: Hvað einkennir einkum umfjöllun um íþróttir í íslenskum
bókmenntum og fjölmiðlum? Til að geta svarað slíkri spurningu var nauðsynlegt að
byrja vítt. Íþróttir hafa frá upphafi skipað veglegan sess í íslenskri menningu.
Þannig eru íþróttir og íþróttamennska hluti hinnar fornu hetjudýrkunar, tengd
hetjugildum germanskra og síðar norrænna þjóða. Þessi gildi eiga sér þó senni -
lega enn eldri rætur og sunnar í álfunni því að þeim svipar mjög til hetju gilda
Forn-Grikkja og hugmynda forngrískra heim spekinga um dygðir og lesti. Þessar
hugmyndir virðast afar líkar þeim gildum sem kallast „ungmenna félagsandi“ og
því sem liggur að baki hugtakinu „íþróttahugsjón“ eins og það kemur fram í
stefnu skrám íþrótta hreyf ingar innar.
2. Fyrsti hluti rannsóknarinnar
Þær fornu og nýju dygðahugmyndir sem lýst var í upphafi eru mjög á skjön við
sífelldar fréttir úr íþrótta lífi Vestur landa, þar á meðal Íslands, um spillingu, brot
á rétti ein staklinga, óheiðarleika og ódreng skap. Fyrsti hluti rannsóknarinnar hlaut
að snúa að þessu mis ræmi. Beitt var einskonar þematískri orðræðugreiningu þar
sem leitað var siðferðilegra gilda sem stefja í orðræðunni. Eftir á hef ég hallast að
því að kalla þetta siðferðilega orðræðugreiningu. Gögnin sem skoðuð voru eru
íslenskur nútímasagnaskáldskapur. En hvers vegna bókmenntir fremur en annar
texti? Jú, bók menntirnar miðla venjulega bestu upp lýsingunum um ríkj andi sjálfs -
skilning þjóðar og veita þannig innsýn í eðli og hverfulleik mannlegrar tilveru,
ekki síst siðferðilegar víddir.
Ísland nútímans er almennt svipað öðrum vest rænum löndum hvað varðar
sjálflægni og einstaklings hyggju samtímans, eins og félagsfræðingar á borð við
Anthony Giddens (1991) og Charles Taylor (1989) hafa lýst. Því er líklegt að hið
sama gildi um lesti og misgjörðir innan íþrótta, enda tengist íslenskt íþróttalíf
mjög vestur-evrópsku og bandarísku íþróttalífi eins og sést á vaxandi fjölda ís -
lenskra atvinnu íþróttamanna og þjálfara í þessum löndum, sem og æ fleiri erlend-