Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 149

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 149
um rannsóknum nútímans nauðsynlegt að leita sérkenna. Þessu er fylgt hér. En við slíka leit er þó nauðsynlegt að beita eins hlutlægum og heiðarlegum aðferðum og unnt er þótt vissulega verði aldrei fram hjá því komist að slík leit sé að ein- hverju leyti byggð á geðþótta rannsakandans, smekk hans, vali og skoðunum. Slíkt er eðli en um leið styrkur eigindlegra rannsókna. Styrkur þeirra felst í því að innsæi rannsakandans og heildarmynd hans af rannsóknarefninu fær þá notið sín til fulls, rannsókninni til eflingar. Leitað var í þessum miðlum á skipulegan og markvissan hátt að dæmum um mismunandi sérkenni á íslensku íþrótta málfari í fjölmiðlum, sérkenni sem líta mætti á sem frávik frá almennri málnotkun. Greiningarlykillinn eða gátlistinn sem notaður var innihélt tæplega 70 greiningaratriði af ýmsum sviðum málfars- greiningar. Stílbrögð og stílfræðileg atriði (t.d. dramatísering, ýkjur, samlíkingar — hvaðan?, myndhvörf — hvaðan?, þversagnir, stuðlasetning, rím, tvíræðni, stæling — á hverju? og vísun — í hvað?) voru nítján, orðfræðilegir þættir tuttugu (m.a. nýyrði m/gömlum stofni, samsett nýyrði, tökuþýðingar, nýmerkingar, töku- merkingar, tökuorð — hvaðan?, slettur — hvaðan?, tískuorð og merkingarrík orð), beygingarleg atriði tólf (þar á meðal sambeyging og beyging einstakra orðflokka), framburðarþættir sex (t.d. áherslur, tónar, hljómfall og sérstök mál- hljóð), önnur hljóð (aðallega tengd tilfinningum) átta. Þá var litið til setning- arfræðilegra þátta eins og orðaraðar og líkamstjáning skoðuð. Sérkennin sem þannig fundust voru skráð í excel-skjal, nægilega mörg af hverju til að fullvissa sig um að hér væri raunverulega um að ræða sérkenni á íþróttamálfari fjölmiðla. Þessi sérkenni voru síðan flokkuð og bundin í stærri þemu sem að lokum gáfu ákveðnar niðurstöður. Langskýrasta einkenni íþróttamálfars eins og það kemur fram í gögnunum er skv. þessari greiningu ýkt orðafar. Ýkjurnar eiga einnig stóran þátt í öðrum helstu einkennum málfarsins, þ.e. nýjungum í máli og í myndmáli eða skáldmáli íþrótta- málfars. Óhætt er að segja að þær séu aðal einkenni þessa mál fars og geri það að sér stöku málsniði, öllum öðrum mál sniðum ólíkt. Annað megineinkenni íþróttamálfars fjölmiðlanna eru nýj ung ar í máli. Sumir mundu vafalaust tala um þær sem villur en í slíkri hug taka notkun er fólginn ákveðinn dómur sem liggur utan markmiða þessarar rannsóknar. Hér er um að ræða frávik frá við tekn um venjum sem óvarlegt er að staðhæfa að séu alltaf mis- tök. Þau geta þvert á móti oft verið úthugsuð stílbrögð til að gæða textann lífi og draga að honum athygli þeirra sem lesa eða hlusta. Það styður þessa skýringu að texti fjölmiðlanna er gjarnan saminn og settur fram af þjálf uðum textagerðar - mönn um í blaðamannastétt sem kunna góð skil á reglum og viðmiðum máls ins. Þriðja megineinkenni íþróttamálfarsins er skáldmál, þ.e. stuðlar, rím og orða - leikir hvers konar, myndmál og vísanir í til dæmis bókmenntir og trú, átök, her- mennsku, ofbeldi og afbrot og loks náttúruna, náttúruöflin og dýralífið. Þetta ein kenni sýnir mætavel að skáldmál lifir góðu lífi í huga fólks og sýnir einnig að íþrótta fréttamenn vanda sig við textagerð sína. Tilfinningar í íþróttamálfari fjölmiðla 149
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.