Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Síða 150
Við þessi einkenni mætti svo bæta þeirri fyndni sem virðist einkenna alla
þessa flokka einkenna og gæti því talist eins konar yfir einkenni eða megin stef.
Íslenskir íþróttafrétta menn telj ast því sennilega sem hópur til allra gáskafyllstu
málnotenda þjóðarinnar. Tilgangur fyndni er yfirleitt að vekja til finningar á borð
við gleði og kátínu. Þó eru til neikvæðari hliðar sem koma fram sem háð, kald -
hæðni, niðurlæging, illkvittni eða jafnvel einelti.
Fyrst minnst er á íþróttafréttamenn kemur annað upp í hugann. Margir hafa
spurt mig síðustu misserin hvort einstaklingar í hópi íþróttafréttamanna hafi haft
mikil áhrif á umfjöllunina í fjölmiðlunum. Ég hef svarað að í þessari rann sókn sé
af ásettu ráði sneitt framhjá því að meta eða skoða málfar og orðræðu einstak-
linga, jafnvel mismun einstakra fjölmiðla. Öll slík persónu tenging geti misskilist
og leitt umræðuna burt frá því sem skoða átti, hinni almennu orðræðu. Hins
vegar er ekkert sem mælir gegn því að slíkt verði gert í annarri rannsókn síðar. Þá
vakna vísast spurningar eins og: Hvaða áhrif höfðu frumkvöðlar í stétt íþrótta-
fréttamanna á borð við Sigurð Sigurðarson, Frímann Helgason, Atla Steinarsson
og Hall Símonarson á það hve tilfinningaþrungnar íþróttalýsingar og íþróttafréttir
urðu snemma á öld inni sem leið? Hver voru áhrif þjóðargleðigjafans Hemma á
fyndni í íþrótta umfjöll un? Hversu mikil hafa áhrif Bjarna Felixsonar verið á
myndlíkingar og vísanir í fornhetjurnar í íþróttamálfari nútímans? Hversu mikil
áhrif á vin sældir hestaíþrótta og kraftaíþrótta hefur Samúel Örn Erlingsson haft?
Eru ýkjur í íþrótta lýsingum komnar frá Guðjóni Guðmundssyni og Adolfi Inga
Erlingssyni eða er þetta miklu eldra fyrirbæri, jafnvel frá höfundi Njálu? Hvernig
í ósköpunum fer Sigurbjörn Árni Arngrímsson að því að gera allar frjálsíþróttir
að æsi spennandi sjónvarpsefni, jafnvel maraþonhlaup og 50 km göngu?
Ekki aðeins ofangreindir heldur allir íþróttafréttamenn hafa sín sér kenni,
sína kosti og sín mótunaráhrif. Allir eru þeir þeim örlögum háðir að vera að einu
leyti eins og frægustu íþróttamenn, dáðir af sumum en nánast hat aðir af öðrum.
Einnig á þessu sviði íþróttanna kemur fram hin sterka teng ing við tilfinningar og
geðshræringar.
5. Þættirnir dregnir saman
Þríþættar niðurstöður rannsóknarinnar kunna að virðast benda í þrjár mismun -
andi áttir. Þær eru þó sam hljóða í innsta kjarna sínum. Tilfinninga r virðast tengj-
ast mjög sterkt allri umfjöllun um íþróttir. Slík einkenni koma raunar fyrir í
ýmiskonar annarri umfjöllun og orðræðu. Um ræða um trúarbrögð er til dæmis
oft lituð af svipuð um þáttum. Sama gild ir um stjórnmál. Raunar er eftirtektarvert
hve mikil líkindi eru milli af stöðu einstaklinganna til íþróttaliðsins síns, trúar-
söfnuðarins síns og stjórn málaflokksins síns, jafnvel ástvinar síns. Sterkar tilfinn-
ingar tengjast einnig afstöðu manna til kynferðis, jafnréttis, þjóðernis, litar háttar,
heimasveitar og áhugamála. Íþróttir virðast þarna vera hluti af tilfinnahlið tilver-
Guðmundur Sæmundsson150