Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 163
Ritfregnir
Nýstárleg umfjöllun um mállýskur
Gunhild Kværness. 2014. Leve dialekten. En språkreise. Cappelen Damm,
Osló. 290 bls.
Höfundur þessarar bókar, Gunhild Kværness, er með próf í norrænum fræðum
frá Oslóarháskóla og leikaramenntuð að auki. Hún bjó um tíma á Íslandi, hefur
oft komið hingað síðan og getur áreiðanlega kallast Íslandsvinur. Hún hefur bæði
kennt norsku á Íslandi og íslensku í Noregi, auk þess að fást við skriftir, dag-
skrárgerð af ýmsu tagi og margt fleira. Hún er nú lektor við kennaradeild háskól-
ans í Hamar í Noregi (sem er hluti af þeirri stofnun sem heitir Høgskolen i
Hedmark).
Gunhild fékk sérstakan rannsóknarstyrk til að skrifa þessa bók. Efnið valdi
hún að hluta til vegna þess að hinn 23. júlí 2014 voru 100 ár liðin frá fæðingu
norsks rithöfundar, vísnasöngvara og menningarfrömuðar sem hét Alf Prøysen.
Hann var einmitt frá Hedmark, þar sem Gunhild býr, og mun hafa notið mikilla
vinsælda sem listamaður. Hann var ekki síst þekktur fyrir að nota eigin mállýsku
þegar hann skrifaði, talaði og söng. Sú mállýska naut að sögn engrar sérstakrar
virðingar í samfélaginu áður en Prøysen vakti athygli á henni með því að nota
hana óhikað í starfi sínu. Gunhild heldur því hins vegar fram að á þann hátt hafi
Prøysen ekki aðeins tekist að hefja sína eigin mállýsku til vegs og virðingar heldur
hafi hann þannig átt mikinn þátt í því að efla málfarslegt sjálfstraust samlanda
sinna og gera þeim ljóst að þeir eiga ekki að skammast sín fyrir sína heima-
mállýsku heldur vera stoltir af henni og nota hana þegar færi gefst.
Bókin ber þess greinileg merki að höfundur hennar er ekki sá dæmigerði
norrænufræðingur sem ýmsir halda að sitji allan daginn í flókaskóm og prjóna-
vesti yfir gulnuðum skjölum og skörpum skinnbókum og vilji sem minnst sam-
neyti hafa við hversdagslífið. Gunhild er þó vel kunnug fornum fræðum og skrif -
aði á sínum tíma lokaprófsritgerð við Oslóarháskóla um efni úr Grágás og
Gulaþingslögum. Þessi bók er hins vegar byggð upp í kringum viðtöl við fjórtán
vel þekkta Norðmenn, karla og konur, og viðtölin snúast að verulegu leyti um þá
mállýsku sem þessir einstaklingar ólust upp við og að hvaða marki þeir hafa getað
notað hana í sínu daglega lífi eða störfum. Markmiðið er að gera lesendur með -
vitaðri um eðli mállýskna og hvers vegna fólk talar eins og það gerir. Það er nú
líklega erfitt að hugsa sér betri vettvang fyrir slíka hugvekjubók en norskt sam-