Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 167
fólks til tungumálsins og tengslum hennar við tilbrigði og breytingar á máli. Þau
benda á misræmi milli yfirlýstra skoðana og undirliggjandi viðhorfa í Banda -
ríkjun um svipað og komið hefur í ljós í Danmörku. Á báðum stöðum er lítil
fylgni milli málþróunarinnar og ríkjandi málviðhorfa og höfundar benda á að svo
geti jafnvel virst að málnotendur séu í vissum tilvikum ónæmir á málbrigði sem
eru í andstöðu við það sem þeir sjálfir telja gott og gilt.
Aðrar greinar í síðari hluta ritsins fjalla um rannsóknir þar sem nálgunin er á
einhvern hátt önnur en í danska módelinu. Þar á meðal er grein eftir Ara Pál
Krist ins son og Amöndu Hilmarsson-Dunn sem fjallar um rannsókn á mati ís -
lenskra framhaldsskólanemenda og kennara þeirra á rituðum textum m.t.t. þess
málsniðs sem þar birtist. Stuðst var við stuttan texta í fjórum útgáfum. Munurinn
á útgáfunum fólst annars vegar í orðaforða (nýyrði/arforð andspænis tökuorð -
um/erlendum orðum) og hins vegar í beygingarlegum og setningarlegum til brigð -
um þar sem afbrigðin njóta mismikillar viðurkenningar í málsamfélaginu (t.d.
þolfall andspænis þágufalli í ópersónulegri setningagerð). Þátttakendur voru beðnir
að meta hvort þessi fjögur textabrot væru við hæfi í mismunandi texta umhverfi
– í skýrslu eða ritgerð, bók, prentuðu dagblaði, netútgáfu fréttamiðils, bloggi, á
Facebook og í tölvupósti; loks var gefinn sá kostur að það ætti ekki heim við
neinar af þessum aðstæðum. Niðurstöðurnar benda til þess að málnotendur séu
almennt næmir á mismunandi málsnið, þ.e.a.s. að tiltekinn texti eigi misvel við
eftir aðstæðum og textaumhverfi, og að væntingar þeirra til formlegra einkenna
textans séu háðar samhengi hans. Þar vegur orðaforði almennt þyngra en mál -
fræðileg tilbrigði. Jafnframt leiðir samanburður á svörum nemenda og kennara í
ljós að kröfur til textans eru svolítið breytilegar eftir aldri. Kennarar eru nei -
kvæðari gagnvart málfræðilegum frávikum (non-standard grammar) en nemendur
eða a.m.k. næmari á slík tilbrigði og stöðu þeirra.
Í heild gefa greinarnar góða innsýn í nýjar rannsóknir á umræddu sviði og þar
er áhugaverð umfjöllun um aðferðafræði, bæði lýsing á algengum aðferðum sem
beitt hefur verið við slíkar rannsóknir og gagnrýnin umræða um þær.
Tilvísun
Kristiansen, Tore, og Nikolas Coupland (ritstj.). 2011. Standard Languages and
Language Standards in a Changing Europe. Novus, Osló.
Ásta Svavarsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Neshaga 16
IS-107 Reykjavík, ÍSLAND
asta@hi.is
Ritfregnir 167