Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 171
tölulega fámennt ríki í sunnanverðri Afríku. Þar eru eigi að síður talin vera töluð
um 25 tungumál af þremur ólíkum málaættum auk blendingsmálsins Fanagalo.
Höfundur fjallar um stöðu og innbyrðis tengsl þessara mála með tilvísun til hug-
mynda um vistfræði tungumála sem hann vill líta á sem rannsóknarsvið (á borð
við máltöku barna eða tvítyngi) fremur en fræðikenningu. Málin sem eru töluð í
Botswana eru að stórum hluta þau sömu og í Suður-Afríku þannig að saman-
burður við grein Deumert getur verið áhugaverður.
Eins og til var stofnað gefa greinarnar í heild ágætt yfirlit yfir kenningar
Einars Haugen um málvistfræði og hvaða gildi þær hafa eða geta haft í rannsókn-
um í félagsmálfræði. Um leið þær varpa ljósi á helstu styrkleika og veikleika slíkrar
nálgunar við rannsóknir á sambúð og innbyrðis tengslum mála og mállýskna með
skírskotun til ytri aðstæðna. Auk þess gefa þær áhugaverða innsýn í flóknar mál -
aðstæður á svæðum sem eru innbyrðis ólík, bæði m.t.t. til þeirra mála og mál-
brigða sem þar eru notuð og landfræðilegra, félagslegra og menningarlegra þátta.
Það er lærdómsríkur lestur fyrir þá sem eru handgengnari tiltölulega einsleitu
málsamfélagi eins og því íslenska og minnir á að slíkar aðstæður eru fráleitt ríkj-
andi í veröldinni, hvort sem litið er nær eða fjær.
Ásta Svavarsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
asta@hi.is
Nýtt málfræðitímarit
The Nordic Atlas of Language Structures Journal (NALS). Ritstjórar Janne
Bondi Johannessen (Osló) og Øystein Alexander Vangsnes (Tromsø).
Tímaritið NALS, sem hér er sagt frá, er gefið út á Netinu og ekki í prentuðu
formi (vefslóðin er http://www.tekstlab.uio.no/nals#/project_info). Umsjón út -
gáf unnar er í höndum Tekstlaboratoriet við Oslóarháskóla (http://www.hf.uio.no/
iln/om/organisasjon/tekstlab/) og aðalritstjórarnir eru norskir, en í ritnefnd eru
málfræðingar frá ýmsum háskólum, flestum norrænum, m.a. Þórhallur Eyþórs -
son frá Háskóla Íslands.
Tímaritið á rót sína að rekja til norræns samstarfs um rannsóknir á tilbrigðum
í norrænni setningagerð. Það hófst með rannsóknaneti sem gekk yfirleitt undir
nafninu ScanDiaSyn, en það var stytting á hinu enska heiti þess (Scandinavian
Dialect Syntax). Norska heitið var Nordisk dialektsyntaks (sbr. http://websim.arki-
vert.uit.no/scandiasyn/) en íslenski þátturinn í því hefur verið kallaður „Til brigða -
verkefnið“ (sjá t.d. Höskuld Þráinsson o.fl. (ritstj.) 2013). Í þessu samstarfi, sem
Ritfregnir 171